Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Egill Skúli er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eg­ill Skúli Ingi­bergs­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í Reykja­vík, er látinn. Hann lést á Land­spít­al­anum, 95 ára að aldri.

Hann fædd­ist 23. mars 1926 í Vest­manna­eyj­um og ólst þar upp. For­eldr­ar hans voru hjón­in Ingi­berg­ur Jóns­son, sjó­maður og verkamaður og Mar­grét Guðlaug Þor­steins­dótt­ir.

Egill Skúli varð stúdent frá Verzl­un­ar­skóla Íslands. Síðan fór hann í Há­skóla Íslands í verk­fræðideild og lauk BS-gráðu þar. Eft­ir það til Kaup­manna­hafn­ar í DTH og lauk þaðan meist­ara­gráðu í verk­fræði 1954.

Eft­ir nám vann Skúli hjá Orku­mála­stofn­un og Raf­magnsveit­um rík­is­ins en varð seinna einn af stjórnendum Landsvirkjunnar.

Árið 1978 var Egill Skúli ráðinn borg­ar­stjóri í Reykja­vík og gegndi því starfi í tíð vinstri meiri­hlut­ans sem var við völd í borg­inni fram til árs­ins 1982.

Eig­in­kona Skúla var Ólöf Elín Davíðsdótt­ir hús­móðir.  Börn þeirra eru Kristjana, f. 1955, kenn­ari, Val­gerður, f. 1956, versl­un­ar­maður, Inga Mar­grét, f. 1960, fé­lags­ráðgjafi, og Davíð, f. 1964, viðskipta­fræðing­ur. Barna­börn­in eru 14 og barna­barna­börn 21.

- Auglýsing -

Vísir greindi frá andláti Egils Skúla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -