Miðvikudagur 18. september, 2024
11.1 C
Reykjavik

Elsa ráðin framkvæmdastjóri Pírata

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elsa Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Pírata og hefur hún störf 1. febrúar 2020.

 

Starfandi framkvæmdastjóri fram að þeim tíma er núverandi upplýsingastjóri Pírata, Róbert Ingi Douglas. Erla Hlynsdóttir starfaði áður sem framkvæmdastjóri, en sagði starfi sínu lausu í lok júlí eftir að hafa gegnt starfinu í rúm tvö ár.

Elsa hefur starfað í grasrót Pírata og verið virkur þáttakandi í starfi flokksins síðustu árin. Hún hefur gegnt hinum ýmsu trúnaðarstöðum, sem formaður fjölmiðlunarhóps, ritari kjördæmafélags, skoðunarmaður reikninga, gjaldkeri framkvæmdaráðs og setið í úrskurðarnefnd.

Elsa er með BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands en hún hefur ennfremur lokið námi frá Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands- rannsóknamiðstöð um stjórnarhætti þar sem hún hlaut titilinn viðurkenndur stjórnarmaður. Elsa stundar nú fjarnám í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Elsa hefur starfað sem rekstrar og fjármálastýra UN Women á Íslandi síðustu misseri þar sem hún hefur borið ábyrgð á bókhaldi félagsins, utanumhaldi um rekstur, skýrslugerð til stjórnar, deilda og höfuðstöðva félagsins í New York og séð um skjölun, rekstrar og fjárhagsáætlanagerð. Elsa hefur einnig unnið sem bókari og í fjármálum hjá Jarðboranir hf. og Guide to Iceland ehf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -