Mánudagur 6. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Fjölskylda Rachel dreifir myndum af morðingjanum í menntaskóla: „Við þurfum að finna þann grunaða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölskyda Rachel Morin, fimm barna móðurinnar sem myrt var á þekktri gönguleið í Maryland í sumar, ætlar sér ekki að gefast upp á að finna morðingjann. Nú leitar hún til menntaskólakennara.

CBSNews segir frá því að fjölskylda Rachel Morin, sé óþreytandi í leit sinni að réttlæti fyrir Rachel. „Við þurfum að finna þann grunaða svo enginn annar þurfi að upplyfa þennan missi um hátíðarnar,“ sagði Matthew McMahon, faðir elsta barns Rachel.

Fjölskylda Rachel, með hjálp lögmanna hennar, hafa nú sent bréf til fimm menntaskóla í Los Angeles, en þar náðist sá grunaði á myndbandsupptöku úr öryggismyndavél, þar sem hann yfirgefur hús sem hann braust inn í og nauðgaði ungri stúlku, fyrr á árinu. DNA-sýni frá morðvettvanginum passaði við vettvanginn í Los Angeles. Ekki sést í andlit mannsins.

„Hann gæti hafa verið í menntaskóla fyrir sirka tveimur til 10 árum síðan,“ segir lögmaður Morin-fjölskyldunnar, Randolph Rice. „Þannig að ef það er einhver kennari þar sem kenndi honum og og sá hann á hverjum degi skólaársins, þá getur hann vonandi borið kennsl á manninn.“

Morin fór í göngutúr á Ma og Pa gönguleiðina þann 5. ágúst um 18:00 en kom ekki aftur um kvöldið. Stuttu síðar var tilkynnt um hvarf hennar. Næsta dag fann sjálfboðaliði lík hennar en hún hafði greinilega verið myrt.

Síðan þá hefur fjölskylda Rachel gert allt sem í þeirra valdi stendur til að finna morðingjann en fyrr í þessum mánuði sendi fjölskyldan 10.000 dreifiseðla nærri staðnum sem nauðgunin átti sér stað í Los Angeles. „Munið, það hefur ekki verið fjallað eins vel um málið í Los Angeles eins og það hefur verið hér í Baltimore og í Maryland,“ sagði rice og hélt áfram. „Þannig að við erum vongóð um að kannski hafi einhver þarna úti ekki enn séð myndirnar úr öryggismyndavélinni, að við náum til einhvers.“

- Auglýsing -

Eins og áður hefur komið fram var Rachel fimm barna móðir.

„Því miður verður risa tómarúm í hátíðarfagnaðinum þetta árið, bæði á þakkargjörðardaginn og um jólin, því Rachel verður ekki með okkur,“ sagði McMahon. Að hans sögn eru börnin enn í sárum. „Börnin taka framförum, en það sem þau þurfa mest á að halda er að þessi maður náist.“

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -