Maður náði að fela sig inni í keilusal í miðju fjöldaskotárás hins fertuga Robert Card í Lewiston, Maine.
Líkt og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum eru minnst 22 látnir og fjölmargir slasaðir eftir að maður hóf skothríð í keiluhöll, við vörulager og á veitingastað í borginni Lewiston í Maine. Skotmaðurinn er talinn vera hinn fertugi Robert Card en hann er enn ófundinn.
Maður sem staddur var í keiluhöllinni þegar skothríðin hófst en hann lýsir því í rafmögnuðu viðtali við ABC fréttastöðina. Maðurinn, Brandon, sagðist hafa verið að reima á sig keiluskó þegar hann heyrði hljóð sem minnti hann á blöðru sem sprakk. Sagðist hann svo hafa áttaði sig á hvað væri í gangi og skriðið eftir endilangri keilubrautinni og inn á svæðið þar sem keilurnar eru og falið sig innan í vélinni sem kemur með keilurnar.
„Ég held að maður eigi ekki að sjá þetta í raunveruleikanum,“ sagði hann, greinilega enn í sjokki eftir þennan hrottalega atburð. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið:
View this post on Instagram