Fær líflátshótanir vegna augnabrúnanna

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fyrirsætan Sophia Hadjipanteli var gestur þáttarins Good Morning Britain fyrir skömmu. Þar greindi hún frá því að hún hefur fengið líflátshótanir vegna augnabrúna sinna.

Augnabrúnir Sophiu eru samvaxnar og þykkar. Þær hafa vakið mikla athygli síðan hún tók ákvörðun um að leyfa þeim að vaxa en áður fyrr plokkaði hún þær og snyrti. Í dag er hún hæstánægt með þær og leyfir þeim að njóta sín eins og þær eru.

Sophian er með um 322.000 fylgjendur á Instagram og eflaust getur hún þakkað augnabrúnunum fyrir vinsældirnar á samfélagsmiðlum. Í samtali við þáttastjórnendur Good Morning Britain viðurkenndi hún að það tæki fólk oft þónokkrun tíma að venjast augnabrúnunum en að annars vektu þær yfirleitt jákvæð viðbrögð.

Þegar Piers Morgan, einn þáttastjórnandinn, spurði nánar út í líflátshótanirnar sem hún minntist á sagðist Sophia ekki hafa orku í að einbeita sér að þeim og að hún hefði aldrei tilkynnt þær til lögreglu.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Nína ekki ólétt

Nína Richter ljósmyndari og rithöfundur og fyrrum kvikmyndagagnrýnandi á RÚV leiðréttir fjölda hamingjuóska í færslu sinni á...