Föstudagur 3. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Farsímasamband fjölskyldunnar rofnaði skyndilega – Jóhann kannast ekki við klúður SR-sveitar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vinir egypsku fjölskyldunnar segja að farsímasamband við þau hafi rofnað skyndilega í gær, um svipað leyti og mótmæli fóru fram í miðbæ Reykjavíkur. Þeir sem Mannlíf hafa rætt við segja að þeir hafi jafnvel óttast í fyrstu að lögreglan hafi tekið þau úr umferð. Nú virðast aðrir vinir þó hafa komið þeim til bjargar. Svokölluð „stoðsveit“ lögreglunnar fann ekki fjölskylduna í morgun þegar það átti að fleygja þeim úr landi.

Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, kannast ekki við í samtali við blaðamann Mannlífs að hvarf fjölskyldunnar sé klúður.  Hann kom af fjöllum í fyrstu og sagðist ekkert vita. Seinna í morgun þegar samband náðist við hann vildi hann ekkert tjá sig um málið og vísaði ítrekað í fréttatilkynningu sem hann sendi út í morgun. Hann vildi ekkert segja um hversu víðtæk leitin af fjölskyldunni væri en gaf í skyn að þau væru jafnvel farin úr landi.

Yfirvöld hafa verið á flótta í allan morgun vegna málsins. Eldsnemma í morgun átti stoðdeild ríkislögreglustjóra, SR, að sækja Kehdr-fjölskylduna á Ásbrú og framan af fékkst ekki staðfest hjá Ríkislögreglustjóra hvort þau hafi verið sótt og þeim fylgt út á flugvöll.

Nú hefur Jóhann gefið út nýja tilkynningu, en þó ekki um hvarf fjölskyldunnar. Tilkynningin hljóðar svo:

Vegna fullyrðinga Magnúsar D. Norðdahl, lögmanns egypskrar fjölskyldu sem sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi, um að Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri Útlendingastofnunar hefði ekki farið með rétt mál í Kastljósi í gærkvöldi vill stoðdeild ríkislögreglustjóra koma eftirfarandi á framfæri.

Það er ekki rétt að stoðdeild ríkilögreglustjóra hafi haft sex vikur til að flytja fjölskylduna úr landi á gildum skilríkjum. Beiðni um framkvæmd ákvörðunar barst stoðdeild frá Útlendingastofnun þann 13.1.2020, tveimur vikum áður en skilríki tveggja fjölskyldumeðlima runnu út (28.1.2020).

- Auglýsing -

Úrskurður kærunefndar útlendingamála sem staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja fjölskyldunni um vernd var birtur 18. nóvember 2019. Fjölskyldunni var veittur 30 daga frestur til sjálfviljugrar heimfarar sem rann út 18. desember. Í millitíðinni óskaði fjölskyldan eftir því að kærunefnd útlendingamála frestaði réttaráhrifum úrskurðarins til að fara með málið fyrir dómstóla en þeirri beiðni var hafnað af kærunefnd 10. janúar.

Þegar ljóst var að fjölskyldan hygðist ekki fara sjálfviljug til heimalands og að réttaráhrifum yrði ekki frestað vísaði Útlendingastofnun málinu til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar með beiðni dagsettri 13.1.2020.

Ekki var unnt að skipuleggja flutning fjölskyldunnar til heimalands á þeim tveimur vikum sem skilríki allra fjölskyldumeðlima voru gild. Slíkar fylgdir krefjast lengri undirbúnings sem meðal annars felst í því afla heimilda fyrir íslenska lögreglumenn til að ferðast til og í gegnum þau ríki sem ferðaleiðin gerir kröfu um.

- Auglýsing -

Vinna við undirbúning fylgdarinnar hófst eftir að málið kom á borð stoðdeildar og var strax ljóst að afla þyrfti gildra skilríkja, annað hvort með framlengingu eða útgáfu nýrra skilríkja. Stoðdeild átti í samskiptum við lögmann fjölskyldunnar um þessa stöðu og tók hún þá ákvörðun að óska ekki eftir framlengingu vegabréfanna eins og þegar hefur komið fram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -