Mánudagur 11. desember, 2023
1.8 C
Reykjavik

Fjölmiðlafár eftir skotárás Brynjars Þórs: Börn hjónanna á Blönduósi biðja um frið til að syrgja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegn­um það sem við erum að upp­lifa núna. Það er enn þyngra þegar fjöl­miðlar flytja rang­ar og vill­andi frétt­ir af at­vik­um og ganga nærri friðhelgi einka­lífs okk­ar með mynd­birt­ing­um og sí­end­ur­tekn­um hring­ing­um í okk­ur, nán­ustu vini og ætt­ingja,“ skrifa Sandra, Hilmar, Pétur og Karen börn hjónanna sem um helgina urðu fórnarlömb Brynjars Þórs Guðmundssonar bakara sem varð móður barnanna að bana og stórslasaði föður þeirra. Morðinginn fannst sjálfur látinn á vettvangi. Lögreglan hefur sagt að ekki hafi verið um sjálfsvíg að ræða.

Fjölmiðlafár hefur verið ríkjandi á Blönduósi og hefur verið setið um þá sem eiga aðild að harmleiknum. Morgunblaðið sagði frá því í morgun að notuð hefði verið afsöguð haglabyssa við verknaðinn. Það hefur ekki verið staðfest.

Brynjar Þór hafði áður verið handtekinn, vopnaður utan við heimili hjónanna. Hann hefur átt við andlega erfiðleika að stríða og meðal annars verið lagður inn á geðdeild. Brynjar Þór starfaði um tíma hjá Vilkó, fyrirtæki hjónanna. Hann rak seinna bakarí á Blönduósi en sá rekstur endaði illa. Engin skýring hefur komið fram um það hvað liggur að baki illvirkinu.

Börnin segja fjöl­miðla hafa flutt rang­ar og vill­andi frétt­ir af at­vik­um og þeir gangi nærri friðhelgi einka­lífs þeirra með mynd­birt­ing­um og end­ur­tekn­um hring­ing­um í þau, nán­ustu vini og ætt­ingja.

„Þess vegna vilj­um við góðfús­lega biðja fjöl­miðla um að virða friðhelgi einka­lífs okk­ar, fjöl­skyldu og heim­il­is. Við þurf­um frið til þess að tak­ast á við þetta áfall, til að syrgja móður okk­ar og hlúa að föður okk­ar. Því í dag er ekk­ert mik­il­væg­ara en að hann nái heilsu á ný,“ segja börnin.

Yf­ir­lýs­ing­in í heild sinni:

- Auglýsing -

Á sunnu­dag­inn breytt­ist líf okk­ar til fram­búðar og verður aldrei aft­ur eins. Við syrgj­um móður okk­ar og faðir okk­ar er al­var­lega særður á spít­ala. Okk­ur hafa borist hlýj­ar kveðjur og stuðning­ur úr öll­um lands­horn­um. Fyr­ir það erum við þakk­lát.

Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegn­um það sem við erum að upp­lifa núna. Það er enn þyngra þegar fjöl­miðlar flytja rang­ar og vill­andi frétt­ir af at­vik­um og ganga nærri friðhelgi einka­lífs okk­ar með mynd­birt­ing­um og sí­end­ur­tekn­um hring­ing­um í okk­ur, nán­ustu vini og ætt­ingja.

Þess vegna vilj­um við góðfús­lega biðja fjöl­miðla um að virða friðhelgi einka­lífs okk­ar, fjöl­skyldu og heim­il­is. Við þurf­um frið til þess að tak­ast á við þetta áfall, til að syrgja móður okk­ar og hlúa að föður okk­ar. Því í dag er ekk­ert mik­il­væg­ara en að hann nái heilsu á ný.

- Auglýsing -

Allt sem við höf­um að segja kem­ur fram hér að ofan. Við mun­um ekki tjá okk­ar frek­ar. Við ít­rek­um að við biðjum fjöl­miðla að virða það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -