Fleiri andvíg þriðja orkupakkanum en samþykk

Deila

- Auglýsing -

Tæpur helmingur þeirra sem taka afstöðu segjast andvíg þriðja orkupakkanum á meðan tæp 30 prósent segjast samþykkt hans fylgjandi. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter gerði fyrir Fréttablaðið.

Spurt var hve vel fólk hafi kynnt sér málið. „ Tæpur þriðjungur, eða 32,1 prósent, sagðist ekki hafa kynnt sér hann, og 26,5 prósent sögðust hafa kynnt sér hann illa. 22,2 prósent töldu sig hafa kynnt sér orkupakkann vel og 19,2 prósent hvorki vel né illa,“ segir í frétt Fréttablaðsins.

46% þeirra sem telja sig hafa kynnt sér málið vel eru hlynnt samþykkt orkupakkans. 26% þeirra sem hvorki hafa kynnt sér málið vel né illa eru samþykk og 19% þeirra sem kynnt hafa sé málið illa.

46 prósent þeirra sem hafa kynnt sér málið illa og 45 prósent þeirra sem ekki hafa kynnt sér það eru andvíg samþykkt þess.

- Advertisement -

Athugasemdir