Miðvikudagur 18. september, 2024
11.9 C
Reykjavik

Flókið forval

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Demókrataflokkurinn og Repúblikanaflokkurinn velja forsetaefnið sitt í forkosningum, í öllum ríkjum og á bandarísku yfirráðasvæðunum. Valið hófst með kosningunum í Iowa og lýkur í Puerto Rico í júní.

Ljóst þykir að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikanaflokksins en mótframbjóðendur hans mælast vart í könnunum og þá hafa stjórnir flokksins í nokkrum ríkjum ákveðið að halda ekki forkosningar og beina þess í stað öllum tíma og fjármunum í forsetakosningarnar í nóvember.

Það er erfiðara að spá fyrir um hver verður fyrir valinu hjá demókrötum en til að hljóta útnefninguna þurfa forsetaefnin að tryggja sér 1.990 kjörmenn af 3.979 í fyrstu umferð á landsfundinum sem haldinn verður í júlí nk. Ef enginn nær þessum fjölda í fyrstu umferð fá svokallaðir ofurkjörmenn atkvæðisrétt og þá þarf 2.376 kjörmenn af 4.750 til að hljóta útnefninguna.

Forkosningarnar eru afar flókið fyrirbæri en þær eru af tvennum toga; forval (e. caucus) og prófkjör (e. primary). Flest ríki halda prófkjör en forval fer fram í Iowa, Nevada, Norður-Dakóta og Wyoming og á nokkrum yfirráðasvæðum. Forkosningarnar eru eina tækifæri íbúa yfirráðasvæðanna til að hafa sitt að segja, þar sem þeir hafa ekki kosningarétt í forsetakosningunum sjálfum.

Flokksráðin í hverju og einu ríki fyrir sig ákveða reglur forkosninganna en í Iowa var m.a. ákveðið að 17 ára fengju að taka þátt í þetta sinn, að því gefnu að viðkomandi yrðu orðnir 18 ára þegar forsetakosningarnar fara fram. Iowa skiptist í 1.765 umdæmi en ólíkt hefðbundnu prófkjöri, þar sem menn mæta og kjósa og fara, virkar forvalið þannig að menn mæta á kjörfund og lýsa stuðningi sínum við ákveðinn frambjóðanda með því t.d. að rétta upp hendur eða skipa sér í hópa á staðnum.

Ef frambjóðandi fær færri en 15% atkvæða fá stuðningsmenn viðkomandi að kjósa upp á nýtt og velja einn af þeim frambjóðendum sem fékk fleiri en 15%. Það sama mun eiga við um prófkjörin að þessu sinni; frambjóðendur munu þurfa að fá fleiri en 15% atkvæða til að tryggja sér kjörmenn á landsfundinum en stuðningsmenn þeirra munu hins vegar ekki fá tækifæri til að kjósa aftur, líkt og í Iowa, ef þeir ná ekki 15%.

- Auglýsing -

Til að gera þetta enn flóknara er fylgi frambjóðenda ekki mælt í atkvæðum í Iowa, heldur svokölluðum „ríkiskjörmannaígildum“ (e. state delegate equivalents). Þannig hafði Buttiegieg fengið 550 sde þegar 97% umdæma hafði skilað niðurstöðum, Sanders 547 sde, Warren 381 sde og Biden 331 sde, en stuðningur þeirra í prósentum er reiknaður út frá þessum fjölda. Hvernig ríkiskjörmannaígildin eru reiknuð út er síðan enn önnur saga.

Fjallað er um forsetakosningarnar í helgarblaðinu Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -