Miðvikudagur 7. júní, 2023
7.8 C
Reykjavik

Fundu brot úr höfuðkúpu og brak úr flugvél

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðrunesjum segir frá því að togarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 kom snemma í morgun til hafnar í Grindavík með brak úr flugvél og brot úr höfuðkúpu, sem komu í veiðarfæri skipsins þann 8. mars síðastliðinn.

Skipið var þá að veiðum vestan við Reykjanes.

Á svipuðum slóðum fórst lítil tveggja hreyfla ferjuflugvél þann 11. febrúar 2008 – fyrir 15 árum síðan – og með henni flugmaður, sem var einn um borð.

Eftir skoðun rannsóknarnefndar samgönguslysa á munum þeim sem komið var með að landi í morgun, er talið að staðfest sé að um sé að ræða flugvélarparta úr flugvélinni sem fórst vestan við Reykjanes fyrir um 15 árum.

Flugvélamótor er kom í veiðarfæri Hrafns Sveinbjarnarsonar er af bandarískri ferjuflugvél; vélin, sem var tveggja hreyfla ferjuflugvél af gerðinni Cessna 310, missti afl á báðum hreyflunum á leið frá Grænlandi til Íslands.

Hvað varðar brotið úr höfuðkúpunni, þá er sá rannsóknarhluti málsins í höndum kennslanefndar ríkislögreglustjóra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -