Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Haffi stendur með sjálfum sér: „Ég er blússandi samkynhneigður og trúaður, og vil fá Trump aftur”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hafsteinn Þór Guðmundsson, eða Haffi Haff, eins og hann er ávallt nefndur, var í afar skemmtilegu og fróðlegu viðtali hjá Sölva Tryggvasyni – og lét bara allt flakka, eins og hans er von og vísa:

„Ég vil lifa eftir því mottói að vera alltaf ég sjálfur. Það þýðir líka að þora að segja skoðanir sínar án þess að skammast sín fyrir þær. Ég er blússandi samkynhneigður maður sem vill fá Trump aftur, sem fer í kirkju og eltir Jesú; klæði mig í sundbol þegar ég fer í sund; það er ég að vera algjörlega ég sjálfur; stend með sjálfum mér, óháð hvað öðru fólki finnst. Ég hef alltaf verið öðruvísi; ætla að halda því áfram – ef það þýðir að ég sé samkvæmur sjálfum mér.”

Haffi ólst upp í Bandaríkjunum; hefur ávallt verið með annan fótinn þar – og Haffi er ekki spenntur fyrir núverandi stjórnvöldum:

„Ég get í það minnsta sagt að ég var blekktur. Þetta er ekki það sem ég ætlaði að kjósa. Þessi ríkisstjórn er slæm og ég er eiginlega farinn að grátbiðja um appelsínugula slæma kallinn aftur. Ég vil einhvern sem getur komið saman heilum setningum. Joe Biden er bara partur af gömlu góðu elítunni sem reynir að höfða til fólks með því að lofa hinu og þessu; ganga í augun á fólki með alls konar slagorðum. En svo eru aðgerðirnar allt aðrar en það sem var lofað fyrir kosningar. Við erum komin þangað að fólk verður að fara að vakna og spyrja spurninga.”

Og Haffi trúir á Guð og vill Donald Trump aftur:

„Orðin Trump og Jesús eru mest pólariserandi orðin í heiminum í dag. En ég er tilbúinn að tala um Trump og Jesú, af því að ég vil vera og er heiðarlegur við sjálfan mig og aðra. Ég virði að annað fólk hafi aðrar skoðanir en ég, en að sama skapi finnst mér ég hafa fullan rétt á mínum skoðunum; við eigum að virða rétt allra til ólíkra skoðana; við lifum saman á þessari jörð; eigum margt sameiginlegt. Það að við séum með ólíkar skoðanir á einstökum málum á að vera eðlilegt og það þýðir ekki að okkur geti ekki þótt vænt um hvort annað.”

- Auglýsing -

Eins og áður var nefnt er Haffi trúaður maður – hann er messuþjónn í Hallgrímskirkju. En fjöldi fólks gefur af tíma sínum í Hallgrímskirkju og eru messuþjónar sjálfboðaliðar sem taka þátt í öllum messum kirkjunnar; lesa Biblíutexta, útdeila í altarisgöngum og fleira.

„Ég man þegar ég byrjaði að fara í kirkju var ég alltaf að bíða eftir því að ég ætti að finna fyrir skömm, en svo kom það ekki; bara falleg tónlist – góður boðskapur og fólk að koma saman í einlægri orku. Ég tók ákvörðun um að læra meira og taka trúna alvarlega. Fékk Nýja Testamentið gefið og byrjaði að lesa. Það tók mig heil fjögur ár að klára að lesa það og ég sá hvergi í bókinni að ég mætti ekki vera eins og ég vildi vera. Nú er trúin og kirkjan stór hluti af lífi mínu; ég er messuþjónn í Hallgrímskirkju; sem að mínu mati er fallegasta bygging Norðurlanda. Það eru allir velkomnir í kirkju og ég hef tekið þá ákvörðun fyrir mig að kirkjan verði hluti af mínu lífi.”

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -