Miðvikudagur 8. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Hafnarverkamenn hafna Eflingu: „Þetta er bara rétt að byrja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú er fundað í húsi Þjóðminja­safns­ins; hafn­ar­verka­menn eru þar á ferð.

Vilja þeir athuga og ræða þann möguleika að stétt­in segi sig úr Efl­ingu og stofni nýtt kjarafé­lag; gangi í Alþjóðasam­band flutn­inga­verka­manna þegar kjara­samn­ing­ar eru lausir; þann 1. nóv­em­ber næstkomandi.

Mbl.is segir frá.

Fyrr­um trúnaðarmaður Efl­ing­ar, Aðal­steinn Björns­son, seg­ir stofn­un nýs fé­lags hafa verið í burðarliðnum í nokkr­ar vik­ur og að mik­il óánægja ríkji á meðal hafnarverkamanna með stjórn Efl­ing­ar; tel­ur Aðalsteinn að Efling hafi brotið lög með skip­un full­trúa á ASÍ-þingið; aukinheldur hafi verið mikl­ir sam­skipta­örðug­leik­ar við ákveðna ein­stak­linga í stjórn­inni:

„Þetta er kynn­ing­ar­fund­ur. Við erum að sjá hvernig stemn­ing­in er fyr­ir því að mynda sam­an fé­lag,“ seg­ir Aðal­steinn.

Hann tel­ur lík­legt að þeir sem sæki fund­inn hafi áhuga á slíkum gjörningi; seg­ir þó alveg nauðsyn­legt að greiða úr ýms­um lagaflækj­um áður en það verði að veruleika.

- Auglýsing -

Aðalsteinn nefnir einnig að eng­ar ákv­arðanir hafi verið tekn­ar varðandi hverj­ir muni leiða fé­lagið nýja sem enn hef­ur ekki hlotið nafn:

„Þetta er bara rétt að byrja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -