Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Heilabilun í fjölskyldu Rögnu: „Gulli er einstaklega geðgóður og sjarmerandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta læddist einhvern veginn aftan að manni. Heilabilun var ekki eitthvað sem manni datt í hug á þessum tíma,“ segir Ragna Þóra Ragnarsdóttir en fjórir fjölskyldumeðlimir hennar hafa greinst með heilabilunarsjúkdóma, þar á meðal eiginmaður hennar, Guðlaugur Níelsson. „

„Gulli er einstaklega geðgóður og sjarmerandi. Hann er í raun alveg einstakur. Ég tók eftir því að hann varð tvisvar sinnum pirraður árið 2016″.

Ragna segir breytinguna á Gulla hafa verið rosalega „Hann varð aldrei pirraður. Svo fór hann að hætta að vilja fara ýmislegt og vildi ekki taka þátt. Það var líka mikil breyting. Hann fór einnig að verða oftar þreyttur og það tók hann lengri tíma en áður að framkvæma ýmsa hluti“.

Ragna Þóra hefur hefur þurft að horfa upp á báðar ömmur sínar, móður og eiginmann berjast við þessa illvígu sjúkdóma og þurft kjölfarið að aðlagast nýjum veruleika.

„Það tók mig smátíma að átta mig á því að þetta væri sorg. Ég hélt að sorg lýsti sér í sting í hjartanu og gráti. En þetta er ekki þannig. Maður aðlagast. Ég held að þetta væri verra ef maður gerði það ekki. Þetta varð bara hluti af lífinu. Þetta varð bara „eðlilegt“.“

Ítarlegt, einlægt og opinskátt Helgarviðtal Mannlífs við Rögnu Þóru.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -