Forseti borgarstjórnar, Alexandra Briem, tísti um íslensku kvikmyndina Leynilögguna. Var Alexandra mjög ánægð með myndina þegar tístið er skoðað.
En nú er tístið horfið eftir að áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstjarnan Edda Falak spurði hvort innlegg Alexöndru væri brandari.
Ekki liggur í augum uppi hvað lá að baki spurningu Eddu, en mögulega er um að ræða gagnrýni á einn leikara eða aðstandanda myndarinnar sem hefur verið sakaður um að vera meintur ofbeldismaður.
Tíst Alexöndru stóð því ekki lengur eftir að Edda Falak hafði sett fram sína spurningu.