• Orðrómur

Inga birtir sláandi myndir af Gísla Má berjast fyrir lífi sínu: „Ég ákvað greinilega að besta leiðin væri að deyja“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, birti í gærkvöld myndir af bróðursyni hennar, Gísla Má Helgasyni, sem teknar voru af honum þar sem hann lá þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að taka eigið líf. Árum saman hafði Gísli Már reynt að byrgja inni kynferðisbrot Þórhalls Guðmundssonar miðils gagnvart honum, þar til Gísli Már gafst upp.

„Það tók á, ég hélt alltaf að ég gæti allt sjálfur, dauðsföll og svo þetta með Þórhall,“ segir Gísli Már í samtali við Mannlíf. „Ég læsti allar tilfinningar upp á lofti (í heilanum), en svo eftir svo mörg ár þá fór allt til fjandans, og vissi ekki hvernig ég átti að leysa úr allri þessari tilfinninguflækju. Þá ákvað ég greinilega að besta leiðin væri að deyja.“

„Gísli hetja og gangandi kraftaverk í dag“

„Vikum saman var honum haldið sofandi í öndunarvél á milli heims og helju og fjölskyldan undirbúin undir það versta. Samfallin lungu og öll líkamsstarfssemi hætt og hann í raun dáinn það lengi að okkur var gefin engin von um að hann kæmi til baka. Þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum allar þessar raunir,orðinn að beinagrind sem þurfti að gangast undir langa endurhæfingu er Gísli hetja og gangandi kraftaverk í dag. Loksins er Þórhallur Guðmundsson á leið bak við lás og slá þar sem okkur öllum í fjölskyldunni finnst hann eiga heima og hvergi annars staðar,“ skrifar Inga, sem vill með myndbirtingunni, sem er með samþykki Gísla Más, sýna hvaða afleiðingar kynferðisbrot geta haft á þolendur.

18 mánaða fangelsisdómur

- Auglýsing -

Á föstudag 5. júní staðfesti Landsréttur átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli vegna kynferðisbrots gegn rúmlega tvítugum karlmanni. Þórhallur var sakfelldur fyrir að hafa fróað manninum án samþykkis hans, en brotið var framið árið 2010. Maðurinn lagði fram kæru sex árum síðar,

Mál Gísla Más var fyrnt þegar hann hann hafði, að eigin sögn, loksins kjark til að kæra. Inga segir í samtali við DV að þó að Þórhallur hafi ekki verið sakfelldur fyrir brot hans gagnvart Gísla Má þá veiti dómurinn fjölskyldunni vissa viðurkenningu á brotinu.

„Það var bara látið kyrrt liggja og þaggað niður og hann fær bara að halda áfram sinni iðju með útvarpsþætti og í sjónvarpi og fórnarlömbin hans þurftu ýmist að heyra í honum eða sjá hann,” segir Inga, sem segir að eftir að Gísli Már hafi sagt fjölskyldu sinni frá kynferðisbroti Þórhalls hafi þau reynt að stöðva hann, en málið verið þagað niður.

- Auglýsing -

Misnotaður eftir andlát föður hans

Árið 1988 lést Helgi bróðir Ingu af slysförum, og var sonur hans, Gísli Már, þá 12 ára gamall. 17 ára gamall var hann bugaður af sorg og leitaði í kjölfarið til Þórhalls, til að fá skilaboð að handan frá föður sínum.

Í fyrri færslu segir Inga að Þórhallur hafi notfært sér sorg barna sem misst hafi foreldri sitt.

„Drengurinn var 17 ára gamall og þráði ekkert heitar en að fá kveðju frá pabba sínum. „Pabbi þinn segir að þú sér of spenntur, þurfir að slaka á,“ sagði Þórhallur. Drengurinn var gjörsamlega frosinn, vissi ekki hvað var í gangi, hafði aldrei kynnst öðru eins. Þórhallur sem sagt tók út getnaðarlim drengsins og fróaði honum og bar dáinn föður hans fyrir sig til að réttlæta athæfið. Er til meiri lágkúra? Þessi ungi maður glímdi við áfallastreituröskun, kvíða og óendanlega vanlíðan í árabil og reyndi að taka eigið líf. Loksins, loksins hefur það verið viðurkennt opinberlega hvaða mann þessi svo kallaði „miðill“ hefur að geyma,“ skrifaði Inga og bætti því við að fjölskyldan vissi um fleiri fórnarlömb Þórhalls, sem einnig höfðu misst foreldri sitt.

„Við vitum um fleiri fórnarlömb sem áttu það sameiginlegt að hafa misst foreldri sitt og þessi níðingur nýtti sér sorg þeirra til að svala afbrigðilegum fýsnum sínum.“

Fyrir áratug reyndi Gísli Már að taka eigið líf, og var honum haldið vikum saman í öndunarvél og vart hugað líf. Segir Inga hann hetju og gangandi kraftaverk í dag.

„Ég gat ekki lifað með skömmina eftir að Þórhallur beitti mig kynferðislegu ofbeldi. Ég reyndi að flýja frá allt og öllum, ég reyndi að hengja mig. Þetta er 17 árum eftir að ég heimsótti Þórhall,” segir Gísli Már og bætir við að hann sé ekki sá eini sem Þórhallur hafi misnotað.

„Ég er ekki sá eini. Það var bara ég sem var fyrstur að kæra hann, það eiga ábyggilega eftir að koma fleiri,” segir Gísli Már, sem líður vel í dag.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -