2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Áhyggjuefni að fólk sé farið að slaka á

Það er áhyggjuefni að margt fólk sé farið að slaka á hvað smitvarnir varðar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þar sem farið var yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og COVID-19 hér á landi.

Hann sagði smitin sem hafa komið upp undanfarna daga ekki vera neinn „heimsendir“. „Þetta er það sem við erum búin að segja að gæti gerst,“ sagði Þórólfur en tók fram að nú sé mikilvægt að fólk taki sig á hvað smitvarnir varðar. Hann sagði að með samhentu átaki sé hægt að ráða við faraldurinn hér á landi.

Þórólfur segir óvissu uppi um hvenær megi slaka á sóttvarnarreglum og fjöldatakmörkunum. Hann bætti við að vonandi þyrfti ekki að herða sóttvarnarreglurnar aftur og tók fram að hann mun mæla með að skemmtistaðir loki áfram klukkan 23.00 á kvöldin.

„Verum skyndsöm og fylgjum þessum einföldu reglum sem allir þekkja,“ bætti Víðir Reynisson við.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum