Miðvikudagur 11. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Anna tók þátt í björgunaraðgerðum í Vestmannaeyjagosinu: „Grindvíkingar eiga samúð mína alla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir rifjar upp þegar hún tók þátt í björgunaraðgerðum þegar gos kom upp í Vestmannaeyjum árið 1973.

Í nýjustu dagbókarfærslu vélstjórans Önnu Kristjánsdóttur, sem hún ritar á Facebook frá Tenerife eða Paradís eins og hún kallar eyjuna, er ástandi í Grindavík henni hugleikið. Segist hún hugsa um gosið í Vestmannaeyjum fyrir hálfri öld en að þá hafi mælitæki verið af slíkum skornum skammti að allt eins benti til þess að gos kæmi upp í Torfajökulssvæðinu. En svo gaus í Vestmannaeyjum. „Þá var ég ung og sæt og tók virkan þátt í björgunaraðgerðum, bæði við móttöku fólks og farangurs sem og að taka þátt í að moka ösku af húsþökum auk þess sem að ég tók þátt í að tæma eitt hús sem ekki tókst að tæma af húsgögnum og heimilisvörum í upphafi gossins.“ Segir Anna að á þeim tíma hafi henni þótt spennandi að taka þátt í björgunaraðgerðunum og gera gagn. „

Það var minna hugsað út í tilfinningar þeirra sem upplifðu fyrstu gosnóttina sem mörg hver hafa aldrei borið þess bætur að hafa verið hrifsuð úr öryggi sínu og send út í óvissuna.

Nú er sagan að endurtaka sig, því miður.“

Segir Anna að lokum: „Grindvíkingar eiga samúð mína alla og ég vona svo sannarlega að allt fari vel að lokum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -