Fimmtudagur 2. maí, 2024
8.1 C
Reykjavik

Bendir á ískaldan raunveruleika: „Þegar innviðaráðherra áttar sig á því hvað einkavæðing þýðir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson, blaðamaður, bendir á þá alvarlegu stöðu og skökku mynd sem ríkir nú á Reykjanesi, í nýrri færslu á Facebook. Hann birtir með færslu sinni skjáskot úr frétt af mbl.is frá 8. febrúar síðastliðnum þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðarráðherra er spurður um helstu veikleika sem eru í stöðunni vegna stöðunnar á Reykjanesi.

Sigurður Ingi svarar: „Þeir snúa kannski helst að varaafli á heilbrigðisstofnunum. Það átti að vera klárt eftir aðgerðirnar 2020 en nú er að koma í ljós að varaaflið er ekki tryggt á einkareknum hjúkrunarheimilum sem hafa þá ekki tekið til sín þessi tilmæli.“

May be an image of text
Kristinn Hrafnsson hefur undirstikað að einkarekin hjúkrunarheimili hafa ekki tryggt varaafl og þar með ekki forsjáraðlar og eigendur hafa ekki tekið tilmæli yfirvalda til sín.

Fjölmargir hafa brugðist við færslu Kristins og umræður skapast í athugasemdum. Þar sem Kristinn setur inn annað skjáskot úr frétt frá dv.is sem birtist 14. nóvember síðastliðinn, þar sem segir:

„Eigendur HS-Orku hafa greitt sér 33 milljarða út úr fyrirtækinu á síðustu sex árum en þingheimur samþykkti í gærkvöldi að leggja sérstakan fasteignaskatt á heimilin í landinu til að borga fyrir 2,5 milljarða framkvæmdir við varnargarða til að verja mannvirki HS Orku við Svartsengi.“

May be an image of text
Við athugasemdina og myndina ritar Kristinn: „Annar angi af sama þemaMynd/skjáskot FB Kristinn Hrafnsson

Færslu Kristins má sjá þér í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -