Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Brynjar vill gamla Bjarna Ben aftur: „For­yst­an þarf að tala fyr­ir stefnu­mál­um flokks­ins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjar Níelsson hefur áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins og framtíð hans

„Ég ótt­ast að það geti gerst. Ég finn mikla undiröldu,“ sagði Brynj­ar Ní­els­son, fyrr­ver­andi þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í samtali við Morgunblaðið varðandi hvort að það sé klofningur í flokknum. 

Í gær var greint frá því að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sögulega lágt fylgi í nýrri könnun sem fyrirtækið Prósent gerði. Þar mældist flokkurinn aðeins með 16,1% fylgi og þykir ljóst að nái flokkurinn ekki betri árangri í næstu Alþingiskosningum yrði það mikill skellur fyrir Sjálfstæðismenn. Brynjar vill meina að forysta flokksins þurfi að vera skýrari og berjast meira fyrir málum sem flokkurinn stendur fyrir.

„Mönn­um finnst framá­menn flokks­ins ekki tala nógu mikið fyr­ir stefn­unni og stefnu­mál­um sín­um. Við erum í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi og það kall­ar á mála­miðlan­ir. All­ir skilja það. Það breyt­ir ekki því að for­yst­an þarf að tala fyr­ir stefnu­mál­um flokks­ins og berj­ast fyr­ir þeim. Mönn­um finnst ekki að það sé gert og fara að hugsa: Hvað varð um gamla, góða flokk­inn minn sem var ráðandi og kom þess­ari þjóð á lapp­irn­ar með hug­mynda­fræði sinni und­ir stjórn gamla Óla Thors og gamla Bjarna Ben?“

„Ég horfi á minn flokk og spyr: Af hverju ætti fólk að kjósa ykk­ur eft­ir tvö ár ef þetta held­ur svona áfram? Menn eru ekki að tala fyr­ir ákveðinni stefnu með nein­um þunga, nema með ör­fá­um und­an­tekn­ing­um,“ sagði Brynjar um flokkinn en hann átti oft ekki samleið með leiðtogum flokksins þegar hann var þingmaður. Þá var Brynjar einnig mikið gagnrýndur af öðrum þingmönnum fyrir lélega mætingu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -