Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Dauði Prigozhin: „Virðist blasa við að maðurinn í Kreml sé ekkert annað en útspekúleraður morðingi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson grætur ekki Yevgeny Prigozhin, frekar en tröllskessan Þökk grét dauða Baldurs.

Fjölmiðlamaðurinn vinsæli, Illugi Jökulsson skrifaði færslu í tilefni af fregnum um dauða Wagner hrottans Yevgeny Prigozhin en hann er sagður hafa farist er einkaflugvél hans hrapaði nærri Moskvu í gær. Í færslunni segir hann Vladimir Putin, sem margir telja að beri ábyrgð á flughrapinu í gær, vera „útspekúleraður morðingi“. Færsluna má lesa hér að neðan.

„Þegar maður planar innrás í annað ríki, sem hann veit að mun kosta tugþúsundir, jafnvel hundruð þúsunda mannslífa, og gefur hermönnum sínum til kynna að það sé bara allt í lagi að þeir drepi óbreytta borgara í hrönnum, alveg saklaust fólk, þá er vissulega svolítið skrýtið að manni skuli þykja eitthvað sérstaklega villimannlegt við að sami maður plani á kaldrifjaðan hátt morð á einstaklingum, raunverulegum eða ímynduðum andstæðingum sínum, jafnvel þótt viðkomandi séu líka andstyggilegir óþokkar. Samt blöskrar manni alltaf einhvern veginn þegar enn ein sönnun þess virðist blasa við að maðurinn í Kreml sé ekkert annað en útspekúleraður morðingi.“

Þá skrifaði hann einnig niður vísu tröllskessunnar Þökk (sem margir telja hafa verið Loki sjálfur) sem kemur fram í Gylfaginningu en hún hafði þá verið beðin um að gráta dauða ássins Baldurs, svo hægt væri að heimta hann frá Helju. Því neitaði Þökk með eftirfarandi vísu. Illugi breytir þó nafni Baldurs í Prígózíns.

Þökk mun gráta
þurrum tárum
Prígózíns bálfarar.
Kyks né dauðs
nautka eg karls sonar.
Haldi Hel því er hefir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -