Miðvikudagur 1. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

E. coli mengun í Bolungarvík: „Fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúum Bolungarvíkur hefur verið ráðlagt að sjóða allt neysluvatn vegna E. coli mengunar sem greinst hefur í vatnssýnum sem tekin voru fyrir helgi í bæjarfélaginu.

Í tilkynningu yfirvalda segir eftirfarandi:

Niðurstaða vatnsmælinga Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða í Bolungarvík sem tekin voru fyrir helgi reyndist vera á þann veg að neysluvatn stenst ekki kröfur skv. neysluvatnsreglugerð nr 536/2001.

Starfsfólk vatnsveitu Bolungarvíkur hefur þegar gripið til aðgerða, yfirfarið allan búnað, skipt út perum í geislatæki og kannað hvort einhver möguleiki sé á að utanaðkomandi smit hafi átt sér stað í vatnslögnum bæjarins.

Ný vatnssýni verða tekin í dag og má vænta niðurstöðu úr þeim á miðvikudag. Þangað til er fólki ráðlagt, sem varúðarráðstöfun, að sjóða drykkjarvatn.

Bolungarvíkurkaupstaður hefur þegar hafið framkvæmdir við nýja vatnsveitu, með nýrri hreinsistöð og vatnstönkum sem geta tekið við borholuvatni sem kæmi í stað yfirborðsvatns sem notað er í dag. Stefnt er að taka í notkun fyrsta hluta á nýrri vatnsveitu um mitt næsta ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -