Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Grindavík nötrar eftir stóran skjálfta: „Skjálftarnir sem hafa verið undanfari goss eru ónotalegir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stór jarðskjálfti í Grindavík.

Jarðskjálfti sem mældist 4,5 að stærð reið yfir klukkan 8:18 og voru upptök hans nærri Grindavík og þá mældist annar skjálfti 3,9 klukkan 5:30 í morgun. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, sagði í samtali við Vísi að þó þetta sé ónotalegt þá haldi lífið áfram og gangi sinn vanagang.

„Skjálftarnir sem hafa verið undanfari goss eru ónotalegir og eins undarlega og það kann að hljóma þá hefur það verið ákveðinn léttir þegar hefur byrjað að gjósa og skjálftarnir hætta. Ef kemur til eldgoss þarna við Fagradalsfjall á annað borð þá er það lítið að trufla okkur. Það er helst þessi sýnilegi aukni straumur ferðamanna sem hefur áhrif á mannlífið. En lífið heldur áfram og gengur sinn vanagang. Við þekkjum þetta orðið ágætlega.“

Mikil skjálftavirki var á Reykjanesi í nótt og telja sumir eldgosasérfræðingar að stutt sé í næsta eldgos.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -