Þriðjudagur 26. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Guðrún bjargaði dóttur sinni og tengdasyni úr brennandi húsi: „Ég er bara titrandi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Guðrún Gerður Guðbjörnsdóttir drýgði hetjudáð er hún óð inn í brennandi hús í Hafnarfirði og bjargaði dóttur sinni og tengdasyni út úr húsinu. Starfsmaður úr nærliggjandi fyrirtæki vakti fjögurra manna fjölskyldu í sama húsi.

RÚV segir frá því að íbúar í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði, hafi átt fótum sínum fjör að laun er eldur kviknaði í húsinu. Nokkrir sváfu sem fastast er eldurinn braust út.

Guðrún Gerður Guðbjörnsdóttir hringdi strax í neyðarlínuna er hún sá eldtungurnar en um leið og hún fattaði að eldurinn væri í húsinu sem dóttir hennar býr í, þeystist hún inn í húsið.

„Ég hleyp upp stigann, hoppa upp á þakið og hleyp að glugganum þar sem dóttir mín býr,“ segir Guðrún í samtali við RÚV. Segist hún hafa náð að rífa upp glugga og æpt á þau að það væri kviknað í húsinu.

Að sögn Guðrúnar var mikill reykur kominn inn íbúðina þegar henni tókst að vekja dótturina og tengdasoninn en þau eiga einnig nokkur gæludýr.

„Það var hundur og þrír kettir. Og þau náuð einum ketti út og hundinum. En það eru tveir kettir inni sem vonandi er í lagi með,“ segir Guðrún við RÚV og kveðst vera enn í áfalli. „Ég er bara titrandi.“

- Auglýsing -

Starfsmaður í nærliggjandi fyrirtæki, sem fréttastofa RÚV ræddi við, segist hafa hlaupið til er hann sá að kviknað var í og vakið fjögurra manna fjölskyldu sem svaf sem fastast. Komst fjölskyldan út í heilu lagi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -