Þriðjudagur 10. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

Hagfræðingur vill þjóðnýta HS Orku og HS Veitur: „Hræðilegt kerfi sem tröllríður öllu samfélaginu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þröstur Ólafsson, hagfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Alþýðuflokksins vill þjóðnýta bæði HS Orku og HS Veitur.

„Búið að tengja heita vatnið. Þökk sé aðkomu ríkis, verkfræðinga og annarra fagmanna. Það er þó óbragð í munni mínum af þessu tilefni. Haft hefur verið orð á því að leiðslan úr Svartsengi sé gömul og úrsérgengin og gæti brugðist án mikils fyrirvara – já án hraunsteymis. Viðhald hennar er mér sagt vera í lágmarki.“ Þannig byrjar Facebook-færsla Þrastar Ólafssonar, hagfræðings en færslan hefur vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlinum en henni hefur verið deilt 54 sinnum er þetta er ritað.

Og Þröstur heldur áfram:

„Halda mætti að um væri að ræða fyrirtæki á brauðfótum. Því betur er svo ekki. Undanfarin sex ár hefur eigendum verið greiddir um 30 milljarðar kr. í arð !!! Ríkið greiddi verktökum einhverja milljarða til að gera varnargarða. Þetta fyrirtæki er fórnarlamb efnahagsstefnu sem lætur alla rekstraráherslu liggja í hámarks hagnaði fyrir eigendur. Það er tilgangur fyrirtækisins. Shareholders value – hljómaði rásorðið þegar nýfrjálshyggjan tók yfir.“

Þá segir Þröstur að liðin tíð sé að fyrirtæki líti til almannaheilla í viðskiptum sínum.

„Ekkert er eftir af gamla ásetningi fyrirtækja að líta til almannaheilla og reka fyrirtæki sem nær eingöngu selja vöru til almennings láta hluta hagnaðarins renna í öruggari afhendingu, skikkanlegt viðhald og verð sem jafnvel okkar minnsti bróðir getur klofið.“

- Auglýsing -

Að lokum skýtur hann niður nýfrjálshyggjuna og leggur til þjóðnýtingu á HS Orku og HS Veitum.

„Nýfrjálshyggjan, sem segir hámarksgróða vera megin tilgang allrar atvinnustarfsemi, er hræðilegt kerfi sem tröllríður öllu samfélaginu og hefur fengið að dafna undir þessari ríkisstjórn betur en í nokkru öðru landi í álfunni, kannski Bretlandi undanskildu. Þessu verður að breyta með því að skattleggja hagnaðinn með nýjum samfélagsskatti, sem rennur jöfnum höndum til ríkis og sveitarfélaga.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -