Föstudagur 3. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Hannes Hólmsteinn minnist Sigurðar Líndal: „Einn fróðasti og glöggskyggnasti lögfræðingur landsins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor á eftirlaunum, minnist Sigurðar Líndal, fyrrum lagaprófessors, sem lést 2. september 92 ára að aldri.

Í færslu á Facebook skrifar Hannes Hólmsteinn, minningarorð um Sigurð Líndal. „Það er mikil eftirsjá í Sigurði Líndal. Hann var einn fróðasti og glöggskyggnasti lögfræðingur landsins,“ skrifar Hannes og segist hafa lært margt af verkum Sigurðar. Segist Hannes styðjast mikið við rannsóknir Sigurðar í bók sem hann vinnur nú að. „Það var gott á milli okkar Sigurðar, þótt auðvitað værum við ekki alltaf sammála,“ skrifaði Hannes að lokum.

Færsluna má lesa í heild hér að neðan:

„Það er mikil eftirsjá í Sigurði Líndal. Hann var einn fróðasti og glöggskyggnasti lögfræðingur landsins. Ég lærði margt af vandaðri ritgerð hans um stjórnmálaheimspeki Snorra Sturlusonar í Úlfljóti 2007 (raunar var hún nánast heil bók) og af ritgerð hans um rætur norræns lýðræðis í Nordic Democracy 1981, sem ég skrifaði nýlega um fróðleiksmola. Hann sá víðar og seildist dýpra en margir aðrir norrænir lögfræðingar. Ég styðst mjög við rannsóknir Sigurðar í bók þeirri, sem ég er að taka saman um frjálslynda íhaldsstefnu á Norðurlöndum. Það var gott á milli okkar Sigurðar, þótt auðvitað værum við ekki alltaf sammála.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -