Laugardagur 11. maí, 2024
8.2 C
Reykjavik

Helgi Pé segir Strætó svína á eldri borgurum: „Mér finnst þetta alveg út úr kú“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgarar, segir fyrirhugaða gjaldskrárhækkun Strætó „alveg út úr kú.“ Hækkunin bitni illa á eldri borgurum og komi alls ekki til með að auka nýtingu þeirra á strætisvögnum, nema síður sé.

Það stefnir í 60 prósenta hækkun á ársgjaldi eldri borgara í Strætó þar sem kortið mun hækka úr 25 þúsundum króna í 40 þúsund. Helgi bendir á hversu vel er gert við eldri borgarar í nágrannalöndum okkar.

„Ég þekki vel til í Danmörku og þar sem ég bjó var eldra fólki boðið að kaupa árskort á 365 krónur eða fyrir krónu á dag. Alls staðar í kringum okkur er verið að stefna eldra fólki úr bílum í almenningssamgöngur, að minnsta kosti er verið að búa þannig um hnútana að þetta sé raunhæfur valkostur. Mér finnst þetta mjög sérkennileg ráðstöfun og sem gamall formaður Strætó finnst mér þetta alveg út úr kú. Ég hefði aldrei samþykkt þetta,“ segir Helgi í samtali við Morgunblaðið.

Strætó stefnir ekki aðeins á að hækka gjald eldri borgara heldur á hið sama við um árskort ungmenna. Stakt fargjald í vagnana helst óbreytt og verður áfram 490 krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -