Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Hjálmar á Húsavík gaf kærustunni nýra: „Ég er mjög fallegur að innan“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hjálmar Bogi Hafliðason, bæjarfulltrúi á Húsavík og varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að gefa kærustu sinni, Guðný Þóru Guðmundsdóttur, annað nýra sitt. Þau höfðu slitið sambandinu og hún flutt erlendis þegar hún veiktist svo mjög af nýrnameini að hún auglýsti eftir nýrnagjöf. Sá sem svaraði kallinu var fyrrverandi kærastinn, Hjálmar Bogi.

Guðný fékk nýra hjá föður sínum árið 2004 sem entist henni lengi. Nýrnasjúkdómurinn lýsir sér í háum blóðþrýstingi, ofsaþreytu, vöðvaslappleika, taugaverkjum, ógleði, krömpum í fótum, lystarleysi, húðvandamálum og fleiru.

Rannsóknir sýndu að Hjálmar hentar sem nýrnagjafi og í dag hafa þau tekið saman aftur á Húsavík. Nýrnaskiptin fóru fram síðasta þriðjudag og gekk vel. Morgunblaðið ræddi við þau. „Þegar fór að halla undan fæti gerðist það í raun mjög hratt,“ segir Guðný.

Vegna veikindanna ákvað Guðný að flytja til Noregs með börnin en hefur nú snúið tilbaka, í faðm Hjálmars. „Ég tók þá ákvörðun að flytja út, þeirra vegna, og tók sömuleiðis ákvörðun um að koma heim, þeirra vegna. Hann gat ekki leynt því hversu glaður hann var,“ sagði Guðný um viðbrögð kærastans við heimkomunni.

„Við fórum ekkert beint í sleik sko,“ segir Hjálmar um fyrstu dagana í endurnýjuðu sambandinu. Hann segir líffæragjöfina skilyrðislausa, enda hafi hann verið tilbúinn í hana í eða utan sambands. „Eins og læknirinn sagði þegar ég fór í allsherjarskoðun: Ég er mjög fallegur að innan,“ segir Hjálmar.

Guðný er kærastanum ævinlega þakklát. „Hann er að gefa mér nýtt líf. Hann er að gefa börnunum mínum og mér dýrmæt lífsgæði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -