Sunnudagur 4. desember, 2022
1.8 C
Reykjavik

„Í hvernig þjóðfélagi búum við?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Margir hafa undanfarið velt fyrir sér á hvaða leið íslenskt samfélag sé um þessar mundir. Einn þeirra er Björn Birgisson, þjóðfélagsrýnir í Grindavík, en hann tekur saman á Facebook nokkur helst fréttamál undanfarið og spyr „Í hvernig þjóðfélagi búum við?“

Björn skrifar:

„**********

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, viðhefur rasísk ummæli í vitna viðurvist og vanvirðir svo forsætisnefnd Alþingis með því að neita að mæta hjá nefndinni og gera grein fyrir máli sínu. Bjarni Benediktsson hvatti hann ekki til að mæta, enda Sigurður bara ráðherra en ekki blaðamaður.

**********

Birgir Ármannsson blessaði þá vanvirðingu og felldi bara niður frekari málarekstur, sami Birgir og blessaði kosningasvindlið í Borgarnesi í fyrrahaust með þeim orðum að það hafi ekki breytt vilja kjósenda eða úrslitum. Það hafði áhrif á 10 þingmenn og vilja kjósenda þeirra.

- Auglýsing -

**********

Lögreglan á Akureyri er gengin í skæruliðasveit Samherja og tekur nú fyrir alla þá sem voga sér að gagnrýna starfshætti Samherja jafnt innanlands sem utan og formaður Sjálfstæðisflokksins telur sjálfsagt og eðlilegt að Akureyrarlöggan brjóti lög um blaðamenn sem hann sjálfur setti.

**********

- Auglýsing -

Kynferðisglæpamenn æpa skælbrosandi „ást og friður“ og biðjast innilega afsökunar á brotun sínum og guma af því að þeir séu nú aldeilis orðnir flottir og breyttir menn. Ást og friður og fyrirgefðu svo innilega að viðurstyggilegar fýsnir mínar eyðilögðu lífið þitt.

**********

Nú er að því unnið hörðum höndum að skýrslunni um einkavæðingartilburðina við söluna á Íslandsbanka verði stungið undir stól og aldrei birt í heild sinni. Frestun birtingar á frestun ofan bendir eindregið til þess að þöggunartilburðir séu á teikniborðinu.

**********

Lilja Alfreðsdóttir lýsir því skælbrosandi yfir að hún hafi gert bestu vinkonu sína að þjóðminjaverði, hún sé svo hæf og flott í starfið. Allir sem hafa faglega þekkingu á safnastarfi í landinu eru Lilju ósammála. Hefði kannski átt að auglýsa starfið og henda svo vinkonunni í starfið segir Lilja nú!

**********

Ríkislögreglustjóri þarf að segja sig frá fyrstu rannsókn á áformum um hryðjuverk hérlendis því faðir hennar er vopnasafnari og vopnasali og hans nafn kemur fram í rannsókn málsins, en líklega héldu flestir íslendingar að hérlendis fyrirfyndust hvorki vopnasafnarar né vopnasalar.

**********

Erfitt væri að skálda þennan skít – en hann er víst enginn skáldskapur!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -