Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Ísland miðstöð snjallvæðingar í Evrópu: „Í anda þess sem ég hef lengi talað fyrir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísland verður í hópi þeirra Evrópulanda sem munu hýsa miðstöðvar snjallvæðingar. Þetta varð ljóst þegar umsókn Miðstöðvar snjallvæðingar, studd af stjórnvöldum, fékk jákvæða niðurstöðu frá valnefnd Evrópusambandsins.

Ísland hefur fengið 300 millj­óna króna styrk frá Evr­ópu­sam­band­inu til þess að vinna að uppsetningu þessarar miðstöðvar.

Miðstöðin mun leggja lóð sín á vogarskálarnar við að byggja upp lifandi umhverfi nýsköpunar á sviði snjallvæðingar með tengingum við Evrópu í gegnum systur EDIH miðstöðvar um gervalla Evrópu.

Miðstöð snjallvæðingar í samstarfi við Rannís mun sömuleiðis vekja athygli á tækifærum til sóknar í Digital Europe Program Evrópusambandsins, sem mun verja 7,5 milljörðum Evra til snjallvæðingarverkefna og því eftir miklu að slægjast fyrir íslensk fyrirtæki á þessu sviði.

Vettvangur til stuðnings við nýsköpun

Ísland hefur verið hluti af áætlun Evrópusambandsins um stafræna Evrópu (DIGITAL Europe), sem varir frá 2021 til 2027.

- Auglýsing -

Hluti af áætluninni er að stofna Evrópska miðstöð stafrænnar nýsköpunar (e. European Digital Innovation Hub: EDIH) hér á landi. Miðstöðin verður sett á laggirnar í haust af Auðnu tæknitorgi í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Rannís, Origo, Syndís ásamt fleiri samstarfsaðilum og kölluð „Miðstöð snjallvæðingar“.

„Með stofnun seturs um stafræna nýsköpun á Íslandi og stuðningi Evrópusambandsins við það sem hluta af stafrænni vegferð Evrópu, er tekið mikilvægt skref í stafrænni þróun samfélagsins og skapaður vettvangur til stuðnings við nýsköpun á því sviði. Með meiri stafvæðingu spörum við fjármuni og gerum kerfið okkar skilvirkara og betra, þetta er í anda þess sem ég hef lengi talað fyrir. Aukið samstarf stjórnvalda, sveitarfélaga, háskóla og atvinnulífsins í átt að aukinni snjallvæðingu kemur því samfélaginu öllu til góðs,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar í samtali við Háskóla Ísland.

Tilkoma Miðstöðvar snjallvæðingar á Íslandi skapar tækifæri til samþættingar, samræmingar og þekkingardreifingar á grunnþáttum snjallvæðingarinnar. Lagt er áhersla á að miðstöðin muni tengja þarfir við þekkingu, færni og reikniafl innanlands og jafnframt bjóða upp á prófanaumhverfi þar sem opinberir aðilar jafnt sem einkafyrirtæki geta prófað sig áfram í nýjustu tækni án þess að leggja út í miklar fjárfestingar. Samkvæmt verkefninu verður áhersla lögð á að virkja samlegðaráhrif og öflugt tengslanet. Og mikil áhersla verður lögð á að bæta tölvuöryggi á landinu, m.a. með áherslu á framsækin rannsóknarverkefni og auka framboð menntunar á því sviði.

- Auglýsing -

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -