Mánudagur 6. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Jana Napoli vill lesa lófa eitt prósent Íslendinga – Frú Vigdís Finnbogadóttir afþakkaði lófalestur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alkastið er nýjasta afsprengi hlaðvarpssamsteypunar Þvottahúsið. Alkastið sem samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium og Arnóri Jónssyni, ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi. Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland.

Nýjasti gestur Alkastins er Jana Napoli. Janna, 77 ára kona frá New Orleans, sem frá tólf ára aldri hefur lesið í lófa. Hún segir í viðtalinu hvernig hún fyrir rælni rakst á bók þar sem lófalestur var útskýrður og um leið fann hún að ekki væri aftur snúið. Hún segir að hendurnar segja til um hver þú ert í raun og veru, eins og gluggi inn í sálina. Hún segir að fljótlega eftir getnað byrji ferli í lófa og fingrum sem lýsa sér þannig að línur myndast sem segja til hvaðan þú ert að koma. Smátt og smátt eftir því sem aldurinn færist yfir bætast svo við einkenni sem kannski er hægt að lýsa sem afleiðing félagslegrar mótunar.

Jana Napoli

Hún hefur síðustu fimm ár komið reglulega til Íslands í þeim tilgangi að lesa nógu marga lófa Íslendinga en hún stefnir á lesa eitt prósent þjóðarinnar. Hugmyndin er að tskrifa bók um hendur Íslendinga. Verkefnið ber heitið Hands of Iceland og má finna það hér https://www.facebook.com/handsoficeland.

Hún vonast til þess að verkefnið klárist og verði útgefið á prenti innan þriggja ára.Jana horfði á hendur Gunnars þáttarstjórnanda og sér að hann hefði átt að vera örvhentur en í gegnum mótun og umhverfi ekki fengið það fram en fram að þessu hafði Gunnar alltaf skilgreint sig sem rétthentan. Þetta sagðist hún sjá þegar hann krosslegur fingur sína og sér að hann lagði sífellt vinstri þumalinn yfir þann hægri sem er skýr vísbending um hið raunverulega örvhenta eðli Gunnars.

Jana las í lófa Arnórs og sá þar diplómatíska þumla og sagði að það benti til þess að hann gæti talað sig úr nánast hvaða aðstæðum sem er. Að auki benti langur baugfingur til mikils testósteróns og keppnisskaps. Þar sem Arnór er rétthentur og ekki í neinni afneitun með það, er vinstri höndin á honum tenging hans við forfeðurna. Þar sá hún mikið sjálfstæði og vilja til frelsis.

Jana les í lófa

Á ferð sinni um Ísland var Jönu boðið með íslenskri vinkonu sinna í Ayahuasca athöfn með frumbyggjum suður Ameríku fyrir utan Reykjavík. Hún lýsir reynslu sinni sem skemmtilegri og athyglisverðri þar sem hún upplifði mikla liti og alls konar form en að öðru leiti frekar látlaust. Hún segist hafa fylgst með þeim í kringum sig kastandi upp og grátandi en hún sagðist alls ekki hafa fengið neina þannig upplifun sjálf. Henni segist hafa brugðist talsvert þegar frumbyggjanir settu í hana einhvers konar augndropa sem voru svo sterkir að hún hélt að augun ætluðu hreinlega úr augntóftunum. Einnig blésu þeir sérstöku tóbaki í nasirnar á henni og er Gunnar spurði hver tilgangurinn væri með þessum efnum þá sagðist hún hreinlega ekki hafa hugmynd um tilgang þess.

- Auglýsing -

Þegar hún var spurð út hver hún héldi að tilgangur þessara hugvíkkandi ferðalaga væri sem tröllríður hinum vestræna heim um þessar mundir sagði hún að tilgangurinn væri að byggja brýr milli hægra og vinstra heilahvelis; einfaldlega ryðja burt þessum filter eða þessum forritum sem myndast í vitund mannsins í oft á tíðum að virðist vitfirrtu samfélagi.

Arnór spurði Jönnu hvort hún væri með einhverja lófa sem hún vildi lesa fram yfir aðra og hún sagði að efst á bucket listanum væru hendurnar hennar Vigdísar Finnbogadóttir. Því miður fyrir Jönu vildi Vigdís ekki taka þátt í verkefninu þrátt fyrir að hafa vera spurð. Jana hefur lesið í lófa Dali Lama, Oprah Winfrey og Bill Clinton og segir hún að það hefði verið stórmerkilegt að lesa í lófa Bill Clintons. Hún sagði hann vera mikið partýljón sem lýsir honum eflaust best enda þekktur sem mikill gleðigosi þó svo að hann hafi hér á sínum tíma neitað því eðli sínu í frægri viðtali hér um árið.

Þáttinn má sjá og heyra á öllum helstu hlaðvarpsveitum jarðar ásamt að hann má sjá í heild sinni hér á spilaranum fyrir neðan.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -