Sunnudagur 8. desember, 2024
6.8 C
Reykjavik

Kristján viss um að fá að veiða hvali áfram: „Ég þekki fólkið hérna betur en margir halda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta lítur ekki vel út… En ég hef ekki áhyggjur. Ég þekki fólkið hérna og stjórnmálin betur en margir halda. Ég held að þetta verði ekki vandamál. Ég er handviss um að við munum halda hvalveiðum áfram á næsta ári,“ sagði Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., í samtali við breska miðilinn Guardian.

Núgildandi veiðileyfi Hvals hf. rennur út um áramótin en þrátt fyrir það virðist Kristján ekki áhyggjufullur um framhaldið. Hann segist viss um að hann fái að halda veiðunum áfram, nóg sé af hvali. Þá nefnir hann hugmyndir um hvernig sé hægt að nota hvalkjötið og telur ólíklegt að veiðarnar verði bannaðar. Hvalveiðarnar í ár vöktu hörð viðbrögð og mótmælti fjöldi fólks við höfnina. Ekki liggur fyrir hvort veiðileyfið verði endurnýjað að svo stöddu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -