Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Ljósið innleiðir stafræna lausn frá Proency sem metur andlega heilsu einstaklinga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í byrjun vikunnar tók Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda nýja stafræna heilsulausn í gagnið sem þróuð var af íslenska sprotafyrirtækinu Proency.

 

Ákveðið var að flýta innleiðingu kerfisins, sem metur andlega heilsu þjónustuþega með vísindalega viðurkenndum aðferðum, til að gefa þjónustuþegum tækifæri á að fylgjast betur með eigin líðan á meðan Ljósið er lokað vegna Covid19.

„Við byrjuðum á að innleiða þetta fyrir starfsmannahópinn til að fá tilfinningu fyrir hvernig það virkaði, hversu mikil vinna þetta væri fyrir notendur og hvort að upplýsingarnar nýttust þeim. Það er óhætt að segja að allir hafi verið ánægðir,“ segir Erna Magnúsdottir, forstöðukona Ljóssins.

„Það eru mikil verðmæti í því að vita að fólkið manns getur fylgst með líðan sinni í gegnum tíð og tíma, gert æfingar heima og annað sem miðar að því að halda jafnvægi. Fyrir mig sem stjórnanda eru verðmætin mikil því lausnin gefur mynd af líðan hópsins sem heild og tækifæri til að bregðast við ef streita hópsins er til að mynda orðin of mikil.“

Erna Magnúsdottir, forstöðukona Ljóssins, og eigendur Proency, Sigrún Þóra Sveinsdóttir sálfræðingur og Stefnir Kristjánsson fyrir framan Ljósið
Mynd / Aðsend

En hvernig mun þetta nýtast ljósberum?

Fyrir þjónustuþega Ljóssins er þetta tól til þess að meta eigin líðan og fá fræðslu um aðferðir sem eru vænlegar til þess að bæta líðan. Í kerfinu er meðal annars kennsla í núvitund, þakklætisskrifum og markmiðasetningu ásamt hugleiðslum og andlegri þjálfun að mörgu tagi.

- Auglýsing -

,,Það er mikilvægt að fá tækifæri til þess að vinna og hlúa að eigin andlegri heilsu og sérstaklega fyrir skjólstæðinga Ljóssins. Ljósið spilar stórt og mikið hlutverk í endurhæfingu og bataferli einstaklinga sem greinast með krabbamein og við viljum hjálpa Ljósinu að hlúa að skjólstæðingum sínum núna á þessum tímum þar sem fjarlægðin og öryggi þeirra skiptir mestu máli,“ segir Sigrún Þóra Sveinsdóttir einn af stofnendum Proency.

Þjónustuþegar Ljóssins hafa nú fengið póst þar sem þeir geta skráð sig inn í kerfið með ákveðnum kóða. Því næst svara þeir spurningalistum sem leggja grunninn að þeirra vegferð ásamt því að móta sjónrænt mælaborð að eigin líðan.

Nánustu aðstandendum Ljósbera stendur einnig til boða aðgangur að kerfinu.

- Auglýsing -
Sýnishorn af stjórnborði
Mynd / Aðsend

Persónuvernd virt

„Fyrir okkur var það mjög mikilvægt að upplýsingar væru ekki rekjanlegar og persónuvernd virt í hvívetna.Við getum með engu móti séð hverjir svara hverju en við sjáum hvernig líðan hópsins er á hverri stundu. Við erum virkilega spennt fyrir tækifærunum sem lausnin býður upp á og að geta með þessu bætt þjónustu Ljóssins gagnvart ljósberum og fjölskyldum þeirra,“ segir Erna.

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Í Ljósinu fá einstaklingar þverfaglega endurhæfingu sem gerir þeim kleift að takast á við lífið í breyttum aðstæðum.

Á meðan núverandi ástand gengur yfir í samfélaginu stendur fyrirtækjum og stofnunum til boða að þiggja þjónustu Proency ókeypis. Hægt er að hafa samband við Sigrúnu Þóru í gegnum netfangið [email protected].

Á heimasíðu Proency má skoða lausnina frekar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -