Fimmtudagur 2. maí, 2024
8.1 C
Reykjavik

Grindvískur hundur á hrakhólum – Gripinn af bjargvætti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í dag er Matti okkar, elsku prinsinn, 16 ára,“ segir Laufey Fjóla Hermannsdóttir í færslu á Facebook. Matti er border collie blanda frá Grindavík og jafnframt einn elsti hundur sveitarfélagsins. Hann ásamt fjölskyldu sinni lenti á hrakhólum í kjölfar jarðhræringanna á Reykjanesskaga og þurftu þau að yfirgefa heimili þeirra. Fjölskyldan, sem telur fimm manns auk Matta og tveggja katta, fékk leiguhúsnæði í Árbænum.

Húsnæðið hentar illa hrumum hundi

Fjölskyldan mátti sjá á eftir Matta á annað heimili um jólin en flutningarnir frá Grindavík tóku á dýrið og Laufey Fjóla segir: „Við fluttum í hús á fjórum pöllum sem hentaði honum ekki.“ Enda stigar erfiðir viðureignar fyrir marga aldraða, jafnt mennska sem og af hundakyni.

Matti flutti frá fjölskyldunni um jólin. Bjargvætturinn og nýi eigandinn Matta er dóttir Laufeyjar „ … sem hann elskar meira en allt,“ segir Laufey Fjóla.

„Hann lifir núna draumalífinu. Flytur bráðum með henni við Heiðmörk, þar sem hann á eftir að njóta sín í botn síðustu stundir ævi sinnar,“ útskýrir Laufey Fjóla sem er glöð að hafa möguleika á umgengi við hann.

Matti er einn elsti hundur Grindavíkur. Mynd/Aðsend

Aðspurð hvort ekki sé söknuður eftir Matta svarar Laufey Fjóla:

- Auglýsing -

„Jú, það skrítið eftir öll þessi ár að vera ekki með hund á heimilinu. Hann kemur samt reglulega og verður hér hjá okkur í dag. Hann fær slátur og kæfu og auðvitað afmælisgjöf.“

Matti og annar köttur heimilisins. Mynd/aðsend

Laufey bætir við að Matti sé blíður og góður sem unnir jafnt fólki sem og dýrum. Gæska hans hafi verið bersýnileg þegar hann hafi tekið kettling heimilisins undir sinn vendarvæng og elskað frá fyrsta degi.

Mannlíf óskar Matta og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -