Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Nýjar ljósmyndir af kindunum á Höfða: „Þessir vesalingar eiga sér engan málsvara“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Árnadóttir, organisti og dýraverndarsinni fór nýlega aftur að bænum Höfða í Borgarfirði og skoðaði aðstæður „ágangsfés“ sem hafa komið sér fyrir í Norðurárdal. Segir hún að þeir „vesalingar“ minni hana á „flóttamenn að leita að betra lífi“.

Í nýrri færslu sem Steinunn kallar „Framhaldssagan um Hryllinginn á höfða“ fer hún yfir málið sem skekið hefur sveitir Borgarfjarðar frá því að hún hóf máls á þessu í vor. Fjöldi kinda frá bænum Höfða í Þverárhlíð, hafa gengið um sveitina, oft illa til reika og með nokkurra ára gamla ull á sér. Þá hafa kindur borið undir berum himni á meðan svangir hrafnar og refir hafa sólað í kring. „Þetta eru kindurnar sem búfjáreftirlitsmaður Borgarbyggðar segir að ,,séu í besta móti þetta árið“. Hvernig er þá slæmt ár?“ spyr Steinunn og heldur áfram: „Hver ber ábyrgð á að á einum bæ eru yfir 1300 kindur sem hafa ekki notið skjóls eða umhirðu. Allar reglur um umhirðu og velferð dýra eru brotnar, margbrotnar. Allt undir sérstöku, vökulu eftirliti Matvælastofnunar.“

Illa farið með gott fé. Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Í niðurlagi færslunnar er Steinunn afar harðorð gagnvart Matvælastofun:

„Um er að ræða yfir 1300 fullorðnar kindur í eigu vanhæfum einstaklingum til skepnuhalds.
Um er að ræða vanhæft eftirlit Matvælastofnunar.
Um er að ræða að árum saman hefur sveitarfélagið litið undan.
Um er að ræða að þetta er skömm á búfjárhaldi á landinu öllu og setur svartan blett á   sauðfjárrækt!“

Kind frá Höfða Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Steinunn hefur ítrekað reynt að fá svör frá Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en engin svör fengið enn.

Færsluna má lesa hér í heild sinni:

- Auglýsing -

„Framhaldssagan um Hryllinginn á höfða:

Eftir að Borgarbyggð auglýsti að búið væri að virkja 6.gr fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 í fjallskilaumdæmi Þverárþings https://www.borgarbyggd.is/…/borgarbyggd-auglysir-eftir…

fór ég og skoðaði aðstæður.

- Auglýsing -
Sunnan megin í Norðurárdal hafa kindur úr Þverárhlíðinni komið sér fyrir. Þær eru kallaðar því nafni ágangsfé. Ég varð reyndar mjög hugsi yfir þessu orði: Ágangsfé. Eins og ég sé þessa vesalinga minna þeir á flóttamenn að leita að betra lífi. Reyna að lifa af!
Allar þessar kindur eða öllu heldur allt þetta ágangsfé, er undir eftirliti Matvælastofnunar. Það fer ekkert á milli mála hvaðan þessar kindur koma. Þetta eru kindurnar sem búfjáreftirlitsmaður Borgarbyggðar segir að ,,séu í besta móti þetta árið“. Hvernig er þá slæmt ár?
Hver ber ábyrgð á að á einum bæ eru yfir 1300 kindur sem hafa ekki notið skjóls eða umhirðu. Allar reglur um umhirðu og velferð dýra eru brotnar, margbrotnar. Allt undir sérstöku, vökulu eftirliti Matvælastofnunar.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar firrir sig ábyrgð þrátt fyrir yfirlýsingu þeirra af sveitarstjórnarfundi 12. maí sl. : ,,Eigi að síðar berast ítrekað erindi til sveitarfélagsins þess efnis að sauðfé af einstaka bæ njóti ekki nauðsynlegrar umhirðu og eftirlits umráðamanna og að ekki hafi verið brugðist nægjanlega við ábendingum um slíkt af Matvælastofnun, jafnvel svo árum skipti. Það er að mati sveitarstjórnar Borgarbyggðar ólíðandi“ …
Já það er ólíðandi, en leysa á vandann með að beita sérstökum ákvæðum um smölun í fjallskilaumdæmi Þverárþings (sjá slóð hér að ofan).
Að mínu mati er ekki hægt að tala um ágangsfé þegar um ræðir kindur úr framhaldssögu minni: Hryllingnum á höfða.
Um er að ræða yfir 1300 fullorðnar kindur í eigu vanhæfum einstaklingum til skepnuhalds.
Um er að ræða vanhæft eftirlit Matvælastofnunar.
Um er að ræða að árum saman hefur sveitarfélagið litið undan.
Um er að ræða að þetta er skömm á búfjárhaldi á landinu öllu og setur svartan blett á sauðfjárrækt!
Með að aðhafast ekkert er verið að samþykkja aðstæðunar.
Þessir vesalingar eiga sér engan málsvara?
Svandís Svavarsdóttir þetta heyrir víst undir þitt embætti.

Ef einhver fréttastofa vill birta myndirnar er það velkomið í þágu sauðkindarinnar sem á betra skilið“

Illa farin kind Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -