Sunnudagur 5. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Óvíst hvort KSÍ geti refsað Nikola fyrir hegðun hans: „Gætu strangt til tekið leitt til viðurlaga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svo gæti verið að KSÍ hafi ekki heimild til að refsa Nikola Djuric fyrir hegðun hans á leik Breiðsbliks og Víkings

Eins og Mannlíf hefur fjallað um kastaði Nikola Djuric, leikmaður Hauka, bjórdós í átt að vellinum úr stúkunni í leik Breiðabliks og Víkings í seinustu viku. Hann var í kjölfarið dreginn niður úr stúkunni af forráðamönnum Víkings og neyddur til að biðja Blika afsökunar í hálfleik. Í samtali við forráðamenn Hauka kom á daginn að ljóst er að félagið lítur málið alvarlegum augum en Nikola lék með liðinu sem lánsmaður í sumar. Mannlíf hafði samband við KSÍ til athuga hvort Nikola gæti átt von á banni eða einhvers konar refsingu fyrir atvikið.

„Slík atvik, ef metin eru hættuleg eða vítaverð, gætu strangt til tekið leitt til viðurlaga fyrir viðkomandi félag vegna framferði stuðningsmanna liðsins í stúku. Einnig eru til dæmi þess, eins og þú nefnir, að tiltekin framkoma einstaklings sem gegnir sömuleiðis hlutverki með öðru félagi hlýtur íþróttaleg viðurlög sem einstaklingur, svosem leikbann eða annað. Það er þó fátíðara,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, um málið og var það sett í því samhengi þegar Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, fékk fimm leikja bann fyrir kynþáttafordóma sem hann sýndi þegar hann lýsti leik hjá Haukum, í beinni útsendingu.

En telur Klara mögulegt að Nikola verði refsað?

„Ég á erfitt með að meta hvort það sé mögulegt eða ekki í þessu tilviki. Ég myndi telja að brot þurfi að teljast alvarlegt og að refsiheimild þurfi að vera mjög skýr.“

„Að meginreglu úrskurðar aga- og úrskurðarnefndin um atvik sem fram koma í atvikaskýrslum dómara og/eða eftirlitsmanna. Ég veit ekki hvað fram kemur í skýrslu eftirlitsmanns á leiknum eða hvort sú skýrsla hafi þegar borist til aga- og úrskurðarnefndar,“ sagði Klara þegar hún var spurð hvort að Víkingur gæti átt von á sekt fyrir það að stuðningsmenn þeirra kveiktu á blysum en framkvæmdastjóri félagsins sagði í viðtali við Mannlíf að hann ætti von á að félagið fengi sekt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -