Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Soffía kjörin forseti Hallveigar: „Ég held að meirihluti Íslendinga sé jafnaðarfólk inn við beinið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Soffía Svanhvít Árnadóttir hefur verið kjörin forseti Hallveigar – Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík.

Soffía Svanhvít tekur við sem forseti Hallveigar af Pétri Marteini Urbancic Tómassyni, sem hefur gegnt stöðunni til tveggja ára. Hún er 20 ára nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og hefur síðastliðið ár verið framhaldsskólafulltrúi í framkvæmdastjórn Ungs jafnaðarfólks.

Segist hún vilja fylkja ungu fólki saman um jafnaðarstefnuna. „Ég held að meirihluti Íslendinga sé jafnaðarfólk inn við beinið,“ segir Soffía Svanhvít, ný forseti Hallveigar, á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Og bætti við: „Ég vil gera stjórnmálin aðgengilegri fyrir allt ungt fólk; tala mannamál, hlusta og leyfa fólki að hafa sínar skoðanir. Verkefni okkar í UJ er að fylkja ungu fólki saman um jafnaðarstefnuna.“

Þá segist Soffía Svanhvít vera ánægð með áherslur Kristrúnar Frostadóttur. „Mér líst vel á áherslur Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, um að fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar og leggja ofuráherslu á kjör, velferð og efnahag venjulegs fólks. Ég held að meirihluti Íslendinga sé jafnaðarfólk inn við beinið en það þarf að hvetja ungt fólk til meiri þátttöku í stjórnmálum og það vil ég gera.“ 

Aðalfundur Hallveigar fór fram föstudaginn 18. ágúst, á Hallveigarstíg 1 í Reykjavík, og ný stjórn félagsins var kjörin á fundinum.

Eftirfarandi náðu kjöri í stjórn Hallveigar 2023-2024:

- Auglýsing -
  • Soffía Svanhvít Árnadóttir forseti, nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands
  • Agla Arnars Katrínardóttir, nemi í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands
  • Árni Dagur Andrésson, nemi í matvælafræði við Háskóla Íslands
  • Brynjar Bragi Einarsson, nemi við Verzlunarskóla Íslands
  • Ingiríður Halldórsdóttir, öryrki
  • Sigurður Einarsson Mäntylä, nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands
  • Steindór Örn Gunnarsson, nemi í húsasmíði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti

„Þetta er öflugur og fjölbreyttur hópur ungs jafnaðarfólks í Reykjavík og ég hlakka til að vinna með þeim að því að styrkja starf Hallveigar enn frekar,“ sagði hinn nýkjörni forseti Hallveigar um nýju stjórnina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -