Þriðjudagur 10. september, 2024
4.9 C
Reykjavik

Sara Lind heldur forstjórastólnum án auglýsingar – Ráðuneytið auglýsti starfið ekki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sara Lind Guðbergsdóttir verður áfram forstjóri Ríkiskaupa, þrátt fyrir að hafa verið skipuð tímabundið í stöðuna eða til 31. ágúst. Skipunartími hennar hefur verið framlengdur til áramóta, þrátt fyrir yfirlýsingar um að starf hennar yrði auglýst.

Fjármálaráðherra skipaði Söru Lind Guðbergsdóttur sem forstjóra Ríkiskaupa tímabundið, án þess að auglýsa stöðuna. Vakti ráðstöfun Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra athygli því Sara Lind er reynslulítil á þessu sviði en hún er menntaður lögfræðingur. Hún tengist hins vegar Sjálfstæðisflokknum.

Hringbraut sagði frá þessu og vakti athygli á að Sara Lind er eiginkona Stefáns Einars Stefánssonar, hlaðvarpsstjórnanda Morgunblaðsins og kampavínsinnflytjanda. Þá hafa Mannlífi einnig borist ábendingar vegna málsins en það þykir lykta af vinavæðingu og spillingu. Í grein Hringbrautar er sagt frá áhyggjum vegna ráðningarinnar því Sara Lind sé „faglega veikur“ forstjóri.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sara Lind er viðriðin umdeilda ráðningu en hún var á sínum tíma ráðin til starfa hjá stéttarfélaginu VR. Stefán Einar var þá formaður félagsins og Sara Lind ástkona hans. Lögsótti hún DV vegna frétta um málið en tapaði málinu fyrir Hæstarétti. Eftir að Stefán Einar var felldur af stóli formanns VR var Sara látin fara frá félaginu. Lögsótti hún þá félagið fyrir einelti og ólögmæta uppsögn en tapaði hún því máli einnig.

Guðrún Ögmundsdóttir, skrifstofustjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sagði í svari við fyrirspurn Mannlífs þann 7. júlí síðastliðinn, að starfið yrði auglýst fyrir tilsettan frest. Fresturinn er nú liðinn en engin auglýsing hefur litið dagsins ljós enn. Þess í stað hefur fresturinn verið framlengdur til áramóta líkt og kom fram hér að ofan.

 

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -