Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Steinunn Árna spyr Katrínu Jakobsdóttur: „Hvenær var lögunum um lausagöngu graðhesta breytt?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Steinunn Árnadóttir sendi Katrínu Jakobsdóttur opið bréf í gær, í kjölfar niðurstöðu Matvælastofnunar, um að allt sé í lagi með aðstæður hesta á Laugabóli.

Sjá einnig: Segir ástand hrossa á Laugabóli enn slæmt: „Aðstæður í dag eru að öllu leyti óviðunandi“

Hestakonan og orgelleikarinn Steinunn Árnadóttir er búin að skrifa opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir að Mast komst að þeirri niðurstöðu að allt væri í himnalagi hjá hestunum á Laugabóli í Arnarfirði. Fullyrti Steinunn í pósti sem hún sendi á fjölmiðla og ráðamenn á dögunum að ástandið á Laugabóli væri óásættanlegt:

Hrossin eru 24 þar af eitt nýkastað folald. Fylfullar merar eru 6-7, þar af sýnist mér eitt mertryppi sem er sennilega 3ja vetra vera fylfullt. Það tryppi er grannt, vansælt, var út úr hópnum og með rennsli úr nösum.
Tvær hryssur kasta mjög fljótlega og hinar sennilega í næsta mánuði (nóvember !).
Graðhestar eru a.m.k 3 og sennilega eru hesttryppin ógelt.
Eitt tryppið hefur slasast alvarlega á hægri framfæti. Ljótt ör er eftir það slys.
Hestarnir ráfa um allar næstu jarðir enda liggja girðingar að mestu á hliðinni og lausir strengir eru um allt, gaddavírsstrengir og þanvír. 
Engin ummerki voru um vetrarfóður fyrir þessi hross. Það ætti ekki að þurfa að taka fram hversu afskekkt Laugarból er og hversu erfitt aðgengi er að þessum stað þegar færð fer að versna.

Mast sendi eftirlitsaðila á Laugaból sem komst að þeirri niðurstöðu að aðstæða hrossa þar væri viðunandi. Þessu er Steinunn hissa á, líkt og sjá má í bréfi hennar til Katrínar. Þar spyr hún forsætisráðherrann hvenær lögum um lausagöngu graðhesta hafi verið breytt.

Í þriðja kafla í lögum um búfjárhald segir um vörslu graðhesta:

Graðhestar eða laungraðir hestar, 10 mánaða og eldri, allt árið. Veturgamlir folar skulu þó ætíð vera komnir í vörslu eigi síðar en 1. júní þó að þeir séu ekki orðnir fullra 10 mánaða.

Sveitarstjórn skal hlutast til um að graðpeningur, sem ekki er í öruggri vörslu, sé handsamaður og honum komið í örugga vörslu. Eigandi getur leyst til sín viðkomandi graðpening gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Við ítrekuð brot skal graðhestur seldur nauðungarsölu samkvæmt lögum um nauðungarsölu en felldur verði hann ekki seldur. Öðrum graðpeningi skal slátrað og sölu- eða frálagsverð látið mæta áföllnum kostnaði.

- Auglýsing -

Bréf Steinunnar má lesa í heild hér:

Ágæti forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir 

Eftir ábendingar mínar á aðstæðum hesta á Laugabóli í Arnarfirði er niðurstaða Matvælastofnunarinnar að allt sé í himnalagi á þeim stað. (Ég verð reyndar að viðurkenna að óvenju fallegt er þarna).
Mig langaði því að spyrja þig, ágæti forsætisráðherra, hvenær lögunum um lausagöngu graðhesta var breytt?
Margir vinur mínir eru í basli með að geyma þessi grey (graðhestana sína) og væri gott að geta látið þá vita að graðhestar mega ganga lausir hvar sem er. 
Með kærri kveðju úr Borgarnesi
Steinunn Árnadóttir 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -