Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Stjórnarmeðlimir Strætó neita að upplýsa um eigin strætóferðir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnarmeðlimir Strætó vilja ekki ræða eigin notkun á strætó.

Undanfarin ár hafa strætósamgöngur á höfuðborgarsvæðinu mátt þola mikla gagnrýni og telja margir að þær hafi aldrei verið verri en í dag þrátt fyrir sýnilega meiri áhuga almennings til að nota almenningssamgöngur. Þá hefur stjórn Strætó verið harðlega gagnrýnd fyrir meint áhugaleysi hennar á að bjóða upp á góðar og skilvirkar almenningasamgöngur. Mannlíf hafði samband við stjórnarmeðlimi Strætó og lagði fyrir þá nokkrar einfaldar spurningar.

Meðlimir stjórnarinnar eru:

Magnús Örn Guðmundsson – Formaður stjórnar – Situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi

Alexandra Briem – Varaformaður stjórnar – Situr fyrir hönd Pírata í Reykjavík

Andri Steinn Hilmarsson – Stjórnarmaður – Situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

- Auglýsing -

Kristín Thoroddsen – Stjórnarmaður – Situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði

Hrannar Bragi Eyjólfsson – Stjórnarmaður – Situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ

Lovísa Jónsdóttir – Stjórnarmaður – Situr fyrir hönd Viðreisnar í Mosfellsbæ

- Auglýsing -

Spurningarnar voru einfaldar. Stjórnarmeðlimir voru spurðir hversu oft þau hefðu tekið strætó á þessu ári, hvað þeim þætti um þjónustu strætó miðað við verð og hver væri þeirra framtíðarsýn á strætósamgöngur í náinni framtíð. Aðeins einn stjórnarmeðlimur svaraði Mannlífi og verður það að teljast frekar lélegt af kjörnum fulltrúum, sérstaklega í ljósi þess að spurningar voru frekar auðveldar.

Eini stjórnarmaðurinn sem svaraði var Alexandra Briem.

„Ég hef ekki alveg tölu á því, ansi oft, en ekki eins oft og ég hefði viljað,“ sagði hún um hversu oft hún tekur strætó. „Ég á ekki bíl, suma daga tek ég leigubíl í vinnuna og svo strætó heim, einhverja daga fæ ég lánaðan bíl hjá fjölskyldumeðlimum ef ég þarf að vera á miklu flakki, svo þetta er bara mjög misjafnt. En ég nota Strætó það oft að ég hef ekki töluna í hausnum, þetta eru einhverjir tugir ferða.“

„Það þyrfti auðvitað að bæta þjónustuna og það er tilgangur okkar áætlana um uppbyggingu borgarlínu og innleiðingu nýs leiðakerfis, en akkúrat núna er fjárhagsstaða Strætó því miður þannig að við höfum ekki getað veitt eins góða þjónustu og við viljum gera,“ sagði Alexandra um þjónustu strætó. „Fyrir því eru ýmsar ástæður, fyrst og fremst að reksturinn fór mjög illa í heimsfaraldrinum. Þá átti strætó um 600 milljónir í sjóð sem átti að fara í endurnýjun og rafvæðingu vagna. Þegar algjört tekjufall verður í faraldrinum fær Strætó þau skilaboð að fyrirtæki í farþegaþjónustu geti átt von á stuðningi ríkisins. Þegar Strætó falast eftir slíkum stuðningi er svarið að vegna góðrar eiginfjárstöðu fái fyrirtækið ekki nema mjög lítinn stuðning, og fyrirtækið í raun skikkað til að nota sjóðinn sem átti að fara í vagnakaup bara til þess að halda vatni í gegnum ástandið. Þá var ekki hægt að fara í vagnaskipti og þegar olíuverð hækkar vegna m.a. innrásar í Úkraínu, þá hækkar rekstarkostnaðurinn mjög mikið. Það er þó þannig að þjónusta Strætó hlýtur að teljast ágæt miðað við verð.“


„Í allri nánustu framtíð sé ég fyrir mér að við innleiðum nýja skanna sem gera okkur kleift að taka við snertilausum greiðslum og í kjölfarið innleiða betra fargjaldakerfi með virkum afsláttum, t.d. þar sem hægt er að gefa fríar ferðir eftir ákveðinn fjölda ferða á dag, eða í viku. En það sem þarf að gerast til að ná raunverulegum umbótum á almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu er innleiðing á sérrýmum og aukning á ferðatíðni, það er það sem Borgarlínan snýst um, og nýtt leiðakerfi sem verður innleitt fljótlega er liður í þeirri breytingu. Þetta þarf að haldast í hendur við betra skipulag á hverfum, þar sem fólk geti farið stærri hluta ferða gangandi eða hjólandi innan hverfis, en þétting  byggðar er lykilatriði í að búa til grundvöll í hverfum fyrir rekstri og þjónustu í göngufæri,” sagði Píratinn um hennar framtíðarsýn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -