Miðvikudagur 31. maí, 2023
7.8 C
Reykjavik

Hugmyndir Kristrúnar um vinstri stjórn- „Þær eru ekki bara gagnslausar heldur beinlínis skaðlegar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Skattahækkanir og útgjaldasukk verður forgangsmál sem veikir atvinnulífið og stöðu ríkissjóðs. Allt lendir það óhjákvæmilega á almenningi,“ segir Brynjar Níelsson fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins í pistli á fésbókarsíðu sinni eftir lestur á viðtali við Kristrúnu Frostadóttir.

„Athyglisvert viðtal í Morgunblaðinu við formann Samfylkingarinnar. Viðtalið er heil opna í blaðinu en ég er engu nær um stefnu eða áherslur nema að hækka á skatta og ganga í Evrópusambandið komist Samfylkingin til áhrifa í landsmálum. Á sem sagt að kæfa allt frumkvæði og athafnasemi og vona að ESB bjargi okkur með styrkjum. Frá því að þetta ESB reglubix varð til hefur Evrópa dregist aftur úr öðrum álfum í hagvexti og er vart samkeppnishæf að öllu óbreyttu.“

Brynjar er hreint ekki samsinnis formanni Samfylkingarinnar og rifjar upp gamla tíma til að hrekja skoðanir hennar og vill jafnframt meina að mið-vinstri stjórnir séu skaðlegar:
„En formaðurinn segir kominn tími á mið-vinstri stjórn í landinu. Já, sæll. Við sem munum tímana tvenna og upplifað mið-vinstri stjórnir vitum að þær eru ekki bara gagnslausar heldur beinlínis skaðlegar.“

Bendir Brynjari á þeim sem yngri eru að horfa til mið-vinstri stjórnar borgarinnar sem hann telur að hafa aukið útgjöldin án þess að standa við nokkurt gefið loforð.

„Að ná að gera rekstur höfuðborgarinnar ósjálfbæran er út af fyrir sig kraftaverk. Ef kjósendur trúa að það verði öðruvísi í landsmálunum er það sjálfsblekking aldarinnar.„

Hér að neðan má sjá pistil Brynjars í heild:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -