Föstudagur 3. maí, 2024
6.6 C
Reykjavik

Þórólfur bjartsýnn á upplýsingafundi: „Þannig ætti að vera hægt að hverfa til eðlilegra lífs“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að ef rétt reynist að veikindi af völdum Omíkron-afbrigðisins séu minni en af öðrum afbrigðum Covid-19 hingað til, verði ástæða til að slaka á aðgerðum innanlands.

Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi klukkan 11.

Smit af völdum Omíkron-afbrigðisins eru nú í kringum 90 prósent af heildarfjölda daglegra smita.

Þórólfur sagði á fundinum að ef í ljós kæmi, eins og vísbendingar gefi til kynna, að alvarleg veikindi af völdum Omíkron-afbrigðisins væru fremur fátíð, gæti afbrigðið hjálpað okkur við að ná fram hjarðónæmi í samfélaginu og hugsanlega komið okkur lengra út úr faraldrinum.

Enginn sem er inniliggjandi á Landspítalanum núna hefur fengið örvunarskammt. Flestir þar eru með Delta-afbrigðið, en tveir liggja inni á spítalanum með Omíkron-afbrigðið.

Nú liggja sex á gjörgæslu á Landspítala, þar af fimm í öndunarvél. Sjúklingum á gjörgæslu hefur fjölgað um tvo á milli daga. Það sama má segja um þá sjúklinga sem eru í öndunarvél, sem í gær voru þrír.

- Auglýsing -

Heildarfjöldi sjúklinga sem liggja á Landspítala vegna COVID-19 er 21.  Meðalaldur inniliggjandi er 60 ár. Í gær bættust 852 við í eftirlit Covid göngudeildar Landspítalans.

„Ef rétt reynist að alvarleg veikindi af völdum Omíkron-afbrigðisins séu sjaldgæf þá ættum við tiltölulega fljótt að geta slakað á þeim hömlum og þannig fengið þannig útbreitt ónæmi af völdum náttúrulegra sýkinga ofan í þá vernd sem bólusetningarnar eru að gefa. Þannig ætti að vera hægt að hverfa hægt og bítandi til eðlilegra lífs,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundinum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -