Laugardagur 4. maí, 2024
2.1 C
Reykjavik

Tveir starfsmenn hættir og einn kominn í leyfi – Meint kynferðisbrot innan Sinfoníunnar trúnaðarmál

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Varðandi efni fréttarinnar þá get ég ekki tjáð mig um eintök mál,“ sagði Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, í samtali við Mannlíf í dag. Bætti hún við að allar ábendingar eða ásakanir vegna meints eineltis, áreitni eða ofbeldis séu teknar alvarlega innan Sinfóníunnar og fylgt sé viðbragðsáætlun í þeim efnum.

Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur einn meðlimur Sinfóníuhljómsveitarinnar verið í ótímabundnu leyfi frá störfum vegna ásakana um áreiti í tæpar níu vikur. Auk hans hafi tveir starfsmenn Sinfóníunnar óskað eftir því að láta af störfum í síðustu viku en annar þeirra hefur verið sakaður um kynferðisbrot.

Margrét Ragnarsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, sagði í samtali við Mannlíf í morgun að hún hafi aldrei heyrt af slíkum ásökunum og vísaði blaðamanni á að leita svara hjá Láru framkvæmdastjóra. Hún bar það fyrir sig að um trúnaðarmál væri að ræða. Óskaði hún eftir því að frekari fyrirspurnir yrðu sendar í tölvupósti en engin svör hafa enn borist.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -