2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Umferðaröngþveiti við Gróttuvita

Umferðarstjórn lögreglunnar var kölluð til klukkan tíu í gærkvöldi til að greiða úr umferðaröngþveiti við Gróttuvita á Seltjarnarnesi. Þar var mikil umferð bifreiða og þeim lagt illa. Stöðubrotsgjald var sett á nokkrar bifreiðar sökum staðsetningar þeirra.

 

Klukkan 20:56 var tilkynnt um slys í Hafnarfirði þar sem barn datt og meiddist á höfði. Barnið var flutt á slysadeild til skoðunar af sjúkraflutningamönnum.

Klukkan 20:13 fékk lögreglan tilkynningu um vatnsskemmdir vegna sprunginnar ofnalagnar í fjölbýli í Breiðholti vatnsskemmdir í alla vega fjórum íbúðum. Slökkvilið var kallað til og fulltrúi frá tryggingum.

Klukkan 21:29 var tilkynnt um eld á svölum Hafnarfirði , búið var að slökkva eldinn er lögreglu og slökkvilið bar að. Engar skemmdir og engan sakaði.

AUGLÝSING


Lögreglan var kölluð til Klukkan 19:13 vegna bárujárnsplötu sem hafði fokið á bifreið í Mosfellsbæ og valdið tjóni. Tjónþoli var aðstoðaður og tjón skoðað.

Ofangreint mál eru hluti þeirra mála sem rötuðu á borð lögreglunnar liðna nótt og í gærkvöldi.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum