Miðvikudagur 8. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Vegfarandi varð vitni að ódæðinu í Hafnarfirði: „Það er ennþá verið að rannsaka vettvang“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við erum svo sem bara algjörlega á upphafsstigum rannsóknar,“ sagði Eiríkur Valberg lögreglufulltrúi í samtali við Mannlíf nú upp úr hádegi. Líkt og Mannlíf greindi frá í morgun barst lögreglunni tilkynning á tólfta tímanum í gærkvöld um átök á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Lögregla fór á vettvang og fann þolandann sem var í kjölfarið fluttur á slysadeild og úrskurðaður þar látinn skömmu síðar.

Aðspurður hvort lögregla væri enn á vettvangi sagði Eiríkur svo vera: „Já, það er enn þá verið að rannsaka vettvang.“ Eiríkur sagði vegfaranda hafa gert lögreglu viðvart um átökin á bílastæðinu í gærkvöldi en að öðru væri ekkert nýtt að frétta af málinu. Enn eru fjórir í haldi lögreglu í tengslum við málið.

Fréttin verður uppfærð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -