Föstudagur 3. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Yfirvöld vita ekki um alla Íslendinga í fangelsum erlendis: „Ekki skylda til að tilkynna handtöku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk stjórnvöld vita ekki hversu margir Íslendingar eru í fangelsi eða varðhaldi í erlendum ríkjum. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins.

Mannlíf sendi á dögunum fyrirspurn um fjölda Íslendinga sem íslensk stjórnvöld vissu að væru í fangelsi eða varðhaldi í Japan. Svar stjórnvalda var að þau vissu til þess að einn Íslendingur var í fangelsi eða varðhaldi í Japan. Stjórnvöld vildu ekki staðfesta að hvort um Ólaf Ásdísarson væri að ræða en hann var handtekinn þar í landi í Osaka í október.

Í framhaldi af því sendi Mannlíf fyrirspurn þar sem óskað var eftir gögnum um alla Íslendinga sem eru þessa stundina í fangelsi eða varðhaldi í erlendum ríkjum. Í svari Utanríkisráðuneytisins kemur fram að íslensk stjórnvöld viti aðeins um þá íslensku fanga sem hafa samband við þau að fyrra bragði og ríki séu ekki skyldug til að láta önnur ríki vita hafi ríkisborgarar þeirra verið handteknir eða dæmdir í fangelsi.

„Utanríkisráðuneytið heldur ekki heildstætt yfirlit yfir íslenska ríkisborgara í fangelsum erlendis enda er aðstoðar utanríkisþjónustunnar ekki alltaf óskað í slíkum málum eða henni gert viðvart þegar fangar eru látnir lausir úr haldi. Gögn sem utanríkisráðuneytið hefur um slík málefni eru því ófullkomin og gefa ekki rétta mynd af fjölda Íslendinga í fangelsum erlendis.

Eins og fyrr segir helgast aðkoma utanríkisráðuneytisins að málefnum einstakra fanga af vilja og ósk viðkomandi. Þá ber stjórnvöldum erlendra ríkja ekki skylda til að tilkynna handtöku íslenskra ríkisborgara eða dómsniðurstöðu í þeirra málum til íslenskra stjórnvalda. Því er ekki hægt að útiloka að fleiri íslenskir ríkisborgarar séu í haldi erlendra yfirvalda án þess að vitneskja um það hafi borist stjórnvöldum hér,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -