Föstudagur 13. september, 2024
6.8 C
Reykjavik

„Íslenskir kjósendur eru aðhlátursefni út um allan heim“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ýmis áhugverð ummæli féllu í vikunni. Vægast sagt.

„Einmitt það sem vantaði er lögga og lögfræðingur til að reka fjölmiðlil. Úr því að enginn bakari fannst.“
Gunnar Smári Egilssson um ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra.

„Núna eru bara bankastjórar, lögfræðingar og fyrrverandi forsætisráðherrar og lögreglustjórar hæfir til að stjórna fjölmiðlum.“
Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, upplýsingafulltrúa hjá Íslenskri erfðagreiningu, finnst áhugavert að litið hafi verið fram hjá fjölmiðlafólkinu sem sótti um stöðuna.

„Dagur á þarna aldeilis góðan vin, hauk í horni. Það er þetta með hlutleysi og allt það?“
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur áhyggjur af því að með ráðningu Stefáns verði sagðar eintómar „englafréttir“ á RÚV af meirihlutanum í borginni.

„Þetta ósamræmi á milli þessara tveggja hluta, þetta er svo himinhrópandi að þetta tekur eiginlega engu tali.“
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst skilja að fólk hafi reiðst yfir því að Ólína Þorvarðardóttir hafi fengið 20 milljónir í bætur vegna brots Þingvallanefndar á jafnréttislögum varðandi ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar, þegar foreldrar barns, sem lést vegna alvarlegra mistaka á fæðingardeild Landspítalans, fengu fimm milljónir í bætur.

„Þetta segir maðurinn sem fyrir þremur árum fékk sjálfur 22 milljónir króna fyrir að hætta störfum hjá RÚV, eins og frægt varð. „Himinhrópandi“ hlýtur sú upphæð að teljast svo notuð séu hans eigin orð.“
Ólína lætur Pál heyra það.

„Hversu bilað er það að maður sem er með um tvær milljónir í laun á mánuði hafi meiri áhyggjur af verkföllum en velferð starfsfólks sem heyrir beint undir hann? Hversu bilað er það að mánaðarlaun borgarstjóra eru um sexfalt hærri en það sem fólk á lægstu launum þarf að skrimta á?“
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, gagnrýnir borgarstjóra vegna stöðunnar sem upp er komin í kjaraviðræðum borgarinnar við Eflingu

- Auglýsing -

„Íslenskir kjósendur eru aðhlátursefni út um allan heim, flykkjast niður á Austurvöll og mótmæla spillingunni, öskra ráðherra úr stólum sínum en skömmu síðar, kjósa þeir þá aftur, og aftur og AFTUR! Og eru svo undrandi á því að ekkert skuli breytast.“
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -