Laugardagur 7. september, 2024
9.7 C
Reykjavik

Líkamsárás í Breiðholti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um hálfþrjú í nótt um líkamsárás í Breiðholti þar sem tveir menn veittu manni áverka. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglan kom en árásarþoli telur sig þekkja mennina. Árásarþola var ekið á bráðadeild til aðhlynningar en ekki er vitað hvaða áverka hann hlaut.

 

Lögreglan stöðvaði sex ökumenn sem voru undir áhrifum fíkniefna í gær. Tveir þeirra voru einnig undir áhrifum áfengis og þá höfðu tveir þeirra ítrekað ekið eftir að hafa verið sviptir ökuréttindum.

Klukkan hálfátta voru höfð afskipti af ofurölvi manni við Barónsstíg, en sá fékk að gista fangageymslu vegna ástands síns.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -