Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Margrét var ekki þrítug -Hæfileikarík listakona fór of fljótt: „Skilur eftir stórt skarð í hjörtum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Margrét Loftsdóttir myndlistarkona fór alltof fljótt, innan við þrítugt og tók með sér mikla hæfileika á ýmsum sviðum. Henni var margt til lista lagt, hvort sem það var á sviði myndlistar, ljóðasmíða, matargerðar eða golfiðkunar.

Blessuð sé minning Margétar.

Margir minnast Margétar með fallegum orðum í minningargreinum Morgunblaðsins í dag. Ólöf Ylfa, systir Margrétar, er þar á meðal. „Elsku Magga mín. Ég á svo erfitt með að átta mig á því að þú sért farin frá okkur. Ég trúi ekki að ég þurfi að læra að lifa lífinu án elsku systur minnar. Þú stóðst við bakið á mér í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og varst alltaf til í að hjálpa mér ef þú gast það. Fyrir það verð ég þér ævinlega þakklát. Þú varst mér svo góð systir og vinkona,“ segir Ólöf.

Ólöf rifjar upp hversu oft það hafi komið fyrir að foreldrar þeirra og aðrir hafi ruglað þeim systrum saman. „Þó svo að þetta hafi farið örlítið í taugarnar á mér þegar ég var yngri þá finnst mér eiginlega huggandi í dag. Mér finnst það vera heiður að fólk líki mér saman við jafn fallega, yndislega og skemmtilega manneskju og þig. Eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um þig er aulahúmorinn þinn. Það var svo oft sem þú sagðir einhvern kjánabrandara og hlóst langhæst sjálf og oftar en ekki tók mamma undir hláturinn með þér og ekki annað hægt en að hlæja með ykkur. Það er líka gaman að hugsa til hláturskastanna sem við mæðgur fengum oft af mismiklum ástæðum. Þannig vil ég minnast þín og okkar tíma saman. Hlæjandi svo mikið og dátt að við náðum varla andanum,“ segir Ólöf.

Hér eru þær systur, Margrét og Ólöf Ýr, á góðri stundu.

Margrét Loftsdóttir fæddist árið 1992. Hún ólst upp í Grafarvogi og gekk í Húsaskóla og tók síðan stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Margét lauk diplómagráðu frá Málaradeild Myndlistaskólanum í Reykjavík árið 2018, síðan bætti hún við sig BA-gráðu í listum frá Háskólanum í Cumbria.

Margrét hélt sína fyrstu einkasýningu í ágústmánuði í fyrra sem bar yfirskriftina Framtíðin. Stefán Hermannsson, sem hýsti sýninguna í Stokk Art Gallery, sagði um sýninguna að Margét næði með hæfileikum sínum að sprengja út málverkið þannig að rammarnir hverfa út á haf. 

Margrét hélt sína fyrstu einasýningu síðasta sumar

Júlíana Hauksdóttir, móðir Margrétar, minntist hinnar föllnu myndlistarkonu með hlýjum orðum í færslu á Facebook. „Hæfileikaríka, fallega Margrét okkar kvaddi þennan heim 28. desember síðastliðinn. Margrét var hæfileikarík á mörgum sviðum og ekki síst í málaralistinni, auk þess samdi hún ljóð, var listakokkur og efnilegur golfari. Hún var mikill húmoristi og oft stutt í sprellið. Margrét eignaðist litla frænku, Birtu Karen vorið 2018 sem hún sá ekki sólina fyrir og veitti hún henni mikinn innblástur í málaralistinni. Margrétar verður sárt saknað og skilur hún eftir stórt skarð í hjörtum þeirra sem hana þekktu,“ segir Júlíana.

- Auglýsing -

Ólöf mun varðveita minningu systur sinnar um ókomna tíð. „Það er gott að hugsa til þess að það er fólk þarna uppi sem tekur vel á móti þér. Ég er viss um að þú og Unnur frænka eigið eftir að drekka rauðvín, borða osta og leysa krossgátur saman. Ég horfi á myndir af þér og hugsa um allar dásamlegu minningarnar sem við eigum saman og finnst erfitt að hugsa til þess að þær verði ekki fleiri. Vonandi finnur þú frið í hjartanu þar sem þú ert núna. Ég elska þig svo ótrúlega mikið elsku systir mín og ég mun varðveita minningu þína svo lengi sem ég lifi,“ segir Ólöf Ylfa.

Margrét fór alltof ung.

Brynjar minnist líka systur sinnar með hugljúfum orðum. „Elsku besta systir mín, ég get talið upp svo ótal marga hluti sem ég á eftir að sakna að gera með þér. Ég á eftir að sakna þess að hlæja að þér við matarborðið á jólunum þegar þú ert að nostra við humarinn þinn einbeitt eins og þú værir að mála eitt af þínum ótrúlegu listaverkum. Ég á eftir að sakna þess að fá þig í heimsókn og horfa á þig og Birtu Karen veltast um á gólfinu í hláturskasti yfir einhverjum góðum prumpubrandara. Ég á eftir að sakna þess að þú hneykslist á því að ég bjóði þér upp á „instant“ kaffi. Ég á eftir að sakna þess að segja þér einhverja ótrúlega heimskulega lygi og svo þurfti ég alltaf að leiðrétta lygina nokkrum mínútum síðar því þú trúðir öllu upp á mig, sama hversu heimskulegt það var,“ segir Brynjar og bætir við:

„En eitt er víst að ég er handviss um það að hvar sem þú ert stödd þá ertu umvafin þeim sem þú elskaðir svo heitt og saknaðir svo mikið. Þú byrjar líklega alla daga á því að vakna og fá þér gott kaffi og síðan farið þið afi Leifur út í göngutúr með pensla og málningu og málið fallegar myndir í náttúrunni. Síðan hellirðu þér upp á annan bolla og leggur kapal með afa Hauki og tekur eftir því að hann svindlar til að láta hann ganga upp og þykist vera voða hissa að hann hafi gengið upp en þú segir ekkert. Eftir sundferðina kíkirðu á nöfnu þína ömmu Maddý og þið sitjið í sófanum saman undir hlýju teppi, hún að sauma og þú að teikna. Svo enda allir dagar á því að þú og Unnur frænka sitjið saman og borðið dýrindis osta og drekkið rauðvín sem grætur fallega og spilið skrafl fram á nótt. Ég elska þig að eilífu, elsku Margrét mín,“ segir Brynjar.

- Auglýsing -

Margrét verður jarðsungin í dag frá Grafarvogskirkju kl. 15. Virkan hlekk á streymi má finna hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -