Sunnudagur 2. október, 2022
7.8 C
Reykjavik

Niceair hefur flug frá Akureyri til Evrópu í sumar

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Nýtt flugfélag sem ber nafnið Niceair hefur starfsemi í sumar. Flugfélagið mun hefja milliandaflug frá Akureyri næsta sumar og verður í upphafi með eina Airbus 319 flugvél sem tekur 150 farþega.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, frakvæmdastjóri og flugmaður flugfélagsins sagði í viðtali við Fréttablaðið að mikil þörf væri á millilandaflugi fyrir Norður- og Austurland. Áætlað er að fyrsta flugið verði 2.júní og mun Niceair í upphafi fljúga fimm til sex sinnum í viku en fyrstu áfangastaðirnir eru Spánn, Bretland og Danmörk.
Þá segir Þorvaldur að þau muni fara hægt í sakirnar í byrjun en gögn bendi til þess að eftirspurn sé töluvert mikil. Samkvæmt honum sýni rannsóknir að 70 prósent ferðamanna sem vilja heimsækja Ísland aftur vilja hefja ferðalagið úti á landi.

Miðaverð er samkeppnishæft við heildarkostnað flugs til og frá Keflavík og að hans sögn mun verðið því ekki fæla farþega frá. Niceair verður tengt Dohop og fleiri erlendum bókunarvélum sem gerir farþegum kleift að bóka sig beint á milli erlendra áfangastaða og Akureyrar.
Gerir Þorvaldur ráð fyrir 55 prósenta sætanýtingu í byrjun.
„Við lágmörkum áhættu í rekstri eins og hugsast getur. Liður í því er að félagið verður ekki með sjálfstætt flugrekstrarleyfi í upphafi. Það verður í höndum evrópsks flugrekanda. Við gerum ráð fyrir að starfsemin muni skapa um 15-20 stöðugildi fyrst um sinn á Akureyri,“ segir hann en viðtalið má lesa í heild á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -