Fimmtudagur 2. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Óli Anton segir komið nóg: „Af hverju viðurkenna stjórnvöld ekki að veiran sé orðin miklu mildari?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óli Anton Bieltvedt, formaður samtakana Ísland allt, birtir í Morgunblaðinu í dag heildsíðu auglýsingu þar sem hann segir að nú er mál að linni hvað varðar COVID. Hann segir að sóttvarnaraðgerðir séu komnar út í rugl. Óli segir að hræðsla og þráhyggja sé að taka stjórnvöld af vitinu.

Óli segir að það hafi verið hrapalleg mistök að loka landamærum. „Þegar landamærum var lokað, voru hér 77 virk smit í gangi. Nú, 2. október, eru aðilar með virkt smit 562, eða sjö sinnum fleiri, þrátt fyrir lokun landamæranna, sem átti að draga úr smitum. Og, mönnum til mikillar undrunar, virðast þeir, sem að standa og ábyrgð bera, sóttvarnalæknir, heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra, ekkert læra; berja bara höfðinu við steininn,“ skrifar Óli.

Hann fer svo yfir aðgerðir Svía og Þjóðverja en því næst fullyrðir hann að veiran sé veikari nú en í upphafi. „Í 1. bylgu, marz-apríl, þurfti að leggja 7% þeirra, sem smituðust, inn á sjúkrahús. Nú, í þeirri seinni, ágúst-september, hefur aðeins þurft að leggja inn 2%. Af þeim 582, sem eru smitaðir, hefur um helmingur engin einkenni, skv. I.E., og megnið af hinum helmingnum er léttveikur eða eins og með haustflensu. Í 1. bylgju voru mest 42 sjúklingar í einu á sjúkrahúsi, og þá létust 10. Nú, í seinni bylgju, hafa mest verið 13 á sjúkrahúsi (af 582), og enginn hefur látizt. Ef að kúrva dánartíðni vegna COVID er skoðuð, er hún alls staðar í kringum okkur á hraðri niðurleið, eða komin niður undir núll. 1. október var hún núll í Svíþjóð, Danmörku og hér hjá okkur. Það er augljóst, að veira er orðin miklu veikari, nú í 2. bylgju, en hún var í vor, enda stendur ekkert náttúrulegt fyrirbrigði kjurrt eða í stað,“ skrifar Óli.

Hræðsla og kvíði stýrir landinu

Óli veltir því fyrir sér afhverju stjórnvöld viðurkenni þetta ekki. „Af hverju viðurkenna stjórnvöld ekki, að veiran sé orðin miklu mildari og hættuminni? Annars vegar, hygg ég, að sóttvarnalæknir og ráðherrar óttist, að gera mistök, séu þá hrædd um sitt eigið skinn, sem kannske má skilja, og, hins vegar, er sú hræðsla eflaust fyrir hendi, að, ef það er viðurkennt og staðfest, að veiran sé orðin miklu mildari, þá verði erfiðara að stjórna fólkinu; halda valdinu yfir því. Mikil völd hafa spillt ýmsum í gegnum tíðina,“ segir Óli í auglýsingunni.

Hann kennir svo fjölmiðlum ásamt öðrum um ástandið: „Í langan tíma hefur COVID-19 og allar hörmungarnar og vandræðin í kringum þann vírus tröllriðið fréttaflutningi og fjölmiðlum, eins og að ekkert annað hafi skipt neinum verulegu máli, en þetta hefur auðvitað gert fólk kvíðið, óöruggt og hrætt í stórum stíl. Hér má spyrja, hvaða máli skipta tölur um sóttkví og smit, dag eftir dag, þegar alla vega helmingur smitaðra veit ekki af sínum veikindum, og flestir hinna eru léttveikir, eða rétt eins og með flensu? Það eru margir sjúkdómar miklu skæðari, hættulegri og banvænni en COVID, nú í 2. bylgju. Ætti þá ekki að fara að tína til alla daglega þróun í kringum þá? Það eru yfir 600 innlagðir sjúklingar á Landspítala að staðaldri. Hvernig væri, að fréttamenn reyndu aðeins, að skýra sína sýn og greiningar. Það eru „aðeins“ 13 COVID sjúklingar á spítala! Það eina, sem í raun skiptir máli, er tala veikra, þeirra, sem þurfa á sjúkrahúsvist að halda. Hitt hefur litla eða enga þýðingu, og er til þess eins fallið, að skelfa eða jafnvel hræða líftóruna úr fólki.“

Duga grímur?

Hann segir sóttvarnalæknir geti ekki verið einræðisherra á Íslandi. „Sóttvarnalæknir var ráðinn til að stjórna sóttvörnum landsmanna, en ekki öðru. Ráðherrar og ríkistjórn voru kjörin til að stjórna landinu. Í sambandi við COVID-19 virðist heilbrigðisráðherra nánast vera orðinn undirskriftarfulltrúi sóttvarnalæknis, og forsætisráðherra tjáir sig í gátum eða út í loftið. Ekki er vitað til þess, að heilbrigðisráðaherra hafi gert annað en að árita minnisblöð sóttvarnalæknis og þar með breytt þeim í reglugerðir. Þetta eru auðvitað kolómöguleg vinnubrögð. Ráðherra og ríkisstjórn verða að skoða heildarmyndina, áður en þeir taka afstöðu, ekki aðeins einn vinkil málsins, af fjölmörgum, og þá allra sízt, ef vægi þess vinkils hefur snarminnkað,“ skrifar Óli og endar svo á tilögu um betri leið:

- Auglýsing -

„[Í Þýskalandi] virtist gríman vera helzta vörnin, fyrir mann sjálfan og gagnvart öðrum, og var maður meðan hana fyrir vitunum eða í höndum, hvert sem maður fór. Þetta virðist hafa farið fram hjá sóttvarnalækni, heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra, eða eru þau bara að berja höfðinu við steininn!? Hefði ekki verið nær, að ráðherrar hefðu nú innleitt grímuskyldu á veitingastöðum, og þar sem önnur hópþjónusta og -starfsemi fer fram, frekar en að reka síðasta naglann í líkkistu margs veitingastaðarins, og ýmislegs annars, með yfirkeyrðum samkomutakmörkunum og bönnum!?“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -